Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Graeme Storm leiðir þegar KLM Open er hálfnað

Englendingurinn Graeme Storm heldur uppteknum hætti frá því í gær í Hilversumsche í Hollandi; er einn í 1. sæti á 11 undir pari, samtals 129 höggum (63 66). Storm spilaði skollalaust líkt og í gær, þó í dag hafi fuglarnir verið færri eða 4.

Í 2. sæti eru Svíinn Peter Hanson, Spánverjinn Gonzalo-Fdez Castaño og Skotinn Scott Jamieson; allir á 8 undir pari, samtals 132 höggum, hver.

Þjóðverjinn Martin Kaymer rann niður skortöfluna í dag eftir hring upp á 71 högg, en hann var T-2 í gær. Í dag deilir hann 14. sætinu ásamt 4 öðrum. Hann er búinn að spila á samtasl 138 höggum (65 71). Vonandi að dagurinn á morgun verði betri hjá honum.

Ljóst er að nokkrir þekktir náðu ekki niðurskurði, en þeirra á meðal eru: Miguel Angel Jimenéz; Ross Fisher og Robert Karlsson.

Til þess sð sjá stöðuna þegar KLM Open  er hálfnað SMELLIÐ HÉR: