Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 17:30

Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn í Rússlandi!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  spilar um helgina á M2M Russian Challenge Cup ,á Jack Nicklaus hannaða Tsleevo golfvellinum í Rússlandi. (Sjá má nýlega umfjöllun Golf 1 um Tsleevo golfvöllinn með því að SMELLA HÉR: )

Það leit lengi vel framan af deginum út fyrir að Birgir Leifur myndi ekki komast í gegnum niðurskurð; hann var fram yfir hádegi fyrsti maður undir niðurskurðarlínunni – en Birgir Leifur hefir eflaust bara gert þetta viljandi til að hleypa smá spennu í hlutina.

Hann var meðal þeirra síðustu sem komust í gegnum niðurskurð varð T-59 en miðað var við að 60 efstu kæmust áfram og þeir sem jafnir væru í 60. sæti.

Birgir Leifur er búinn að spila á 4 yfir pari, samtals 148 höggum (73 75).

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á M2M SMELLIÐ HÉR: