Signý þegar hún tók við stigameistaratitlinum 2011 í höfuðstöðvum Arion banka. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Signý Arnórsdóttir – 9. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Signý Arnórsdóttir. Signý er fædd 9. september 1990 og því 22 ára í dag. Hún er í golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stigameistari GSÍ 2012, annað árið í röð. Hún tók við stigameistarabikarnum í lokahófi GSÍ sem fram fór í höfuðstöðvum Eimskips að Korngörðum 4, í gær. Signý er m.a. Íslandsmeistari í holukeppni 2012.

Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Mynd: Golf 1.

Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við stigameistara GSÍ 2011 og 2012 Signýju Arnórsdóttur með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Signý Arnórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið og frábæran árangur í ár!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh Grant, 9. september 1960 (52 ára);   ….. og …..


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is