Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (15. grein af 34): Meaghan Francella

Hver er kylfingurinn Meaghan Francella? Eins konar John Daly og Ian Poulter kvennagolfsins, a.m.k. hvað fataval varðar?

Meaghan er bandarísk og ein af 3 stúlkum sem varð í 22. sæti í Q-school LET fyrr á árinu og hefir því verið að spila í Evrópu 2012 á Evrópumótaröð kvenna. Hinar eru Sophie Walker frá Englandi, sem kynnt var í gær og Tandi Cunningham, frá Suður-Afríku, sem kynnt verður á morgun. En lítum fyrst á feril Meaghan.

Bernska og áhugamannaferill

Meaghan Francella fæddist 12. maí 1982 í Port Chester, New York og varð tvívegis ríkismeistari í unglingaflokki. Hún var í the School of the Holy Child í Rye, New York. Eftir menntaskólann var hún í University of Memphis,í Tennessee þar sem hún spilaði í háskólagolfinu í 1 ár. Hún var á þeim tíma útnefnd Conference USA nýliði ársins 2001. Francella flutti sig yfir í University of North Carolina 2. árið sitt í háskóla. Meðan hún var í Norður-Karólínu var hún einstaklingsmeistari Atlantic Coast Conference 2003 og var NCAA First-Team All-American árið 2004. Francella útskrifaðist með gráðu í samskiptafræðum (ens.: communications – hálfgert tískufag á þeim árum) árið 2005.

Atvinnumennska

Eftir útskrift úr háskóla 2005 var Francella á Futures Tour. Hún varð í 65. sæti í Q-school LPGA árið 2005 og hlaut takmarkaðan spilarétt á LPGA fyrir 2006 keppnistímabilið. Af 3 mótum sem hún spilaði á 2006 á LPGA náði hún aðeins niðurskurði 1 sinni. Á Futures Tour (nú Symetra Tour) vann hún í 1 móti, þ.e. the Lakeland Duramed FUTURES Classic og var auk þess 6 sinnum meðal 10 efstu. Hún lauk keppnistímabilinu í 5. sæti á peningalista Futures Tour og hlaut því fullan spilarétt á LPGA 2007.

Fyrsti sigur og eini sigur Francella á LPGA kom í aðeins 2. móti hennar 2007, þ.e. MasterCard Classic, þar sem skor hennar var 68-68-69 og hún var aðeins með 2 skolla á þessu 3 hringja 54 holu móti. Hún vann síðan sjálfa Anniku Sörenstam í 4 holu bráðabana.

Alls hefir Meaghan Francella sigrað 3 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður auk sigursins á LPGA vann hún fyrrgreint Lakeland Duramed FUTURES Classic á Futures Tour (nú Symetra Tour )og 2010 sigraði hún í óopinberu móti LPGA í Brasilíu: HSBC LPGA Brasil Cup. Í ár hefir hún spilað í Evrópu á Evrópumótaröð kvenna, LET, s.s. áður segir.

Heimild: Wikipedia