
Öldungamótaröð Evrópu: Peter Mitchell fékk Porsche Panamera fyrir að fara holu í höggi!!!
Englendingurinn Peter Mitchell tók þátt í Pon Senior Open á golfvelli WINSTON.golf í Vorbeck í Schwerin í Þýskalandi. Mótið er hluti af Öldungamótaröð Evrópu. Mitchell sem er 54 ára náði draumahögginu á 7. braut …. og hlaut í verðlaun glænýjan Porsche Panamera… svipuðum þeim sem Gylfi Þór Sigurðsson ekur um á, nema hvítur!!!
Par-3, 7. holan er 140 metra löng og við höggið góða notaði Mitchell 9-járn. Hann sagðist ekki hafa trúað því að boltinn hefði farið ofan í holu. „Ég sló bara eins og venjulega og hafði ekki hugmynd um hvernig til tókst.“
Porsche Panamera er um € 100.000,- virði (þ.e. 16,5 milljóna íslenskra króna) og kemst úr 0 í 100 km/klst á 6.8 sekúndum, og nær allt að 261 km/klst hraða.
Það ætti ekki að vera leiðinlegt fyrir Mitchell að keyra heim til Englands á Autoböhnum Þýskalands þar sem engar hraðatakmarkanir eru…..
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða