Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 17:30

LET: Caroline Hedwall sigraði í Vín

Caroline Hedwall vann sannfærandi sigur á keppninautum sínum í dag á UNIQA Ladies Golf Open, í Föhrenwald rétt fyrir utan Vín í Austurríki. Þetta er í 2. sinn sem Caroline sigrar, en með sigri sínum í dag varði hún titil sinn frá því í fyrra. Caroline spilaði á 13 undir pari, 203 höggum (66 67 70).

„Ég er mjög ánægð sérstaklega þar sem ég er að spila í fyrsta sinn eftir meiðsli. Þetta er miklu meira en ég gæti hafa vonast eftir. Ég bjóst alveg örugglega ekki við að sigra og vildi bara komast í gegnum niðruskurð en fann mig og spilaði virkilega vel,“ sagði Caroline Hedwall, þegar sigurinn var í höfn. Í 2. sæti varð golfdrottningin Laura Davies sem deildi sætinu með hinni sænsku Mikaelu Parmlid. Báður spiluðu þær á 9 undir pari, 207 höggum, hvor.

Þrjár deildu 4. sætinu á samtals 8 undir pari, hver þ.á.m Alison Whitaker frá Ástralíu, sem búin var að vera í forystu mestallt mótið.

Hollenska stúlkan Chrisje de Vries, nýliði á LET, sem Golf 1 kynnti nú nýlega SMELLIÐ HÉR:  komst í gegnum niðurskurð og varð T-49.  Frábært hjá henni!!!

Til þess að sjá úrslit í UNIQA Ladies Golf Open SMELLIÐ HÉR: