Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 07:55

Steve Stricker hlýtur Payne Stewart viðurkenninguna – myndskeið

Steve Stricker er einn af góðu gæjunum á PGA Tour. En átti Stricker að hljóta Payne Stewart Award?

Fystu 11 sem hlutu viðurkenninguna eftirsóttu höfðu lagt sitt af mörkum til góðgerðarmála, en Stricker er ekki þekktur fyrir nein bein tengsl við slík mál.

Þannig að þegar Stricker sat við höfuðborðið ásamt framkvæmdastjóra PGA, Tim Finchem, þar sem sá síðarnefndi taldi upp afrek hins 12 falda sigurvegara á PGA Tour, þá var enn ekki ljóst af hverju Stricker væri að hljóta verðlaunin.

En allt þetta breyttist þegar Stricker hélt ræðu, en hann er e.t.v. eini sigurvegarinn sem hefir farið í kerfið bara við það að hljóta heiðurinn.

„Ég er auðmjúkur að hljóta þennan heiður, sem ég hélt að myndi aldrei hlotnast mér,“ sagði Stricker. „Ég er mjög heppinn, mjög blessaður að vera hluti af þessu öllu.“

Af öllum leikmönnum sem hlotið hafa viðurkenninguna er ferill Stricker líkastur ferli Stewart á margan hátt. Stewart vann 11 sinnum þ.á.m. 2 risamót. Striker hefir sigrað 12 sinnum, en aldrei á risamóti.

Báðir eru frá miðvestur-ríkjum Bandaríkjanna; áttu sína erfiðleika á Túrnum, sem þeir komust yfir og áttu annað blómaskeið.

„Ég held að hann hafi strögglað eins og við gerum allir sem leikmenn,“ sagði Stricker, um Payne Stewart en þeir spiluðu saman þegar Stricker var nýliði 1994. „Maður á erfitt með að vera þarna úti, að ferðast, maður á í erfiðleikum með leikinn, að vera frá fjölskyldu sinni og ég held að hann hafi átt ansi erfit ár.“  […]

Á sl. 4 árum hefir Stricker sigrað 9 sinnum og hefir ljós hans skinið skært á PGA Tour, bæði innan og utan vallar.

Það er skammsýnt að telja að Payne Stewart verðlaunin séu veitt vegna eins tiltekins atriðis eins og að gefa til góðgerðarmála. Í tilviki Striker hlýtur hann viðurkenninguna fyrir heilindi sín, fagmennsku og það sem Finchem kallaði stjörnuferil.

Í raun er Stricker að fá verðlaunin vegna þess að hann stendur fyrir allt sem golf snýst um.

„Ég veit ekki hvers vegna ég sýni allar þessar tilfinningar, en þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig (að hljóta viðurkenninguna). Ég er bara mjög þakklátur og þykir heiður af að fá að vera hér.“

Sjá má myndskeið með Steve Stricker við verðlaunaafhendinguna með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: Golfweek