Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson í 7. sæti á Coastal Georgia Invitational

Hrafn Guðlaugsson, frá Egilsstöðum, klúbbmeistari GSE og lið hans í Faulkner University gerðu góða ferð í Sea Island golfklúbbinn á St. Simmons Island í Georgíu, en þar fór fram dagana 17.-18. september, Coastal Georgia Men´s Invite mótið.

Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum.

Hrafn var á næstbesta skori í liði sínu, samtals á 6 yfir pari, 222 höggum (73 77 72). Hann deildi 7. sæti með 2 öðrum, sem er glæsilegt hjá Hrafni!!!

Lið Hrafns, golflið Faulkner University varð í 3. sæti á samtals 27 yfir pari 891 höggum  (295 299 297). Í 1. sæti varð lið Lee University á 20 yfir pari og í 2. sæti lið gestgjafanna Coastal Georgia á 23 yfir pari.

Næsta mót hjá Hrafni og Faulkner er 8. október n.k., þ.e.  Chick-fil-a Collegiate Invitational í Rome, Georgíu.

Til þess að sjá úrslitin á Coastal Georgia Men´s Invite mótinu SMELLIÐ HÉR: