Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Fjallað um Valdísi Þóru og Bobcats í Golfweek

Það er ekki nema rúm vika síðan Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State var valin leikmaður vikunnar af golftímaritinu virta Golfweek. SJÁ HÉR: 

Í dag er enn verið að fjalla um Valdísi Þóru á Golfweek í góðri grein eftir Julie Williams SJÁ HÉR: sem hér fer í lauslegri þýðingu:

„Í tveimur mótum hafa tveir kvenkylfingar Texas state unnið einstaklingskeppnir. Þetta er aðeins eitt af mörgum táknum þess að þetta lið gæti verið eitt af þeim sem fylgjast beri með í ár.

Auðvitað eftir að  Women’s World Amateur Team Championship er liðið. Fram að því er laust við að æfingasvæðið verði ansi tómlegt. Þjálfari Texas State, Mike Akers, sér nefnilega á eftir 4 leikmönnum sínum í þessa virtu keppni, sem fram fer 27.-30. september í  Gloria Golf Club í Antalya, Tyrklandi,  en það eru einmitt þessar aðstæður sem þjálfarinn óskar leikmönnum sínum. Akers er þekktur fyrir að hafa fengið til sín topp alþjóðlega leikemnn.

„Ég reyni alltaf að fá þær sem eru í landsliðum heima fyrir,“ sagði Akers.

Texas State sigraði fyrsta mót ársins á keppnistímabilinu (í bandaríska háskólagolfinu) þ.e. Chris Banister Gamecock Classic þegar Valdís Þóra Jónsdóttir varð í 1. sæti ásamt annarri og varð síðan í 4. sæti á Mary Fossum Invitational þann 16. september þegar liðsfélagi hennar, Krista Puisite, varð í 1. sæti.

Bobcats lið Texas State mun ekki spila aftur fyrr en um miðjan október (Innskot: nánar 15. október í Norman, Oklahoma), því Valdís Þóra verður í Tyrklandi, þar sem hún keppir fyrir Íslands hönd og systurnar Puisite og Mara spila fyrir Lettland og Iman Nordin fyrir Malasíu.

Puisite og Jonsdottir, a.m.k. taldi Julie Williams, blaðamaður Golfweek ættu að vera í fínu formi í Tyrklandi.

Efstubekkingurinn Jónsdóttir (Valdís Þóra) sneri aftur í lið Akers eftir tal við þjálfara sinn í lok síðasta keppnistímabils. Þau tvö ræddu um það hvernig Jónsdóttir gæti náð því mesta út úr síðasta keppnistímabili sínu í Texas.

„Hún fór heim og vann hörðum höndum í allt sumar,“ sagði Akers um leikmann sinn sem var fótbrotin 2. ár sitt í háskóla.

Puisite, sem er áreiðanlegur skorari fyrir Texas State, hlaut 2. titil sinn í einstaklingskeppninni á Mary Fossum Invitational.

Akers þjálfari telur að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum fyrir lið hans.

„Ég tel að Lejan og Iman gætu vel sigrað í mótum líka,“ sagði hann. „Ég er með 4 stúlkur sem getað sigrað mót.“