Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders í Belmont Abbey. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og The Crusaders í 6. sæti á Kiawah Island Inv.

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders, golflið Belmont Abbey tóku þátt í Kiawah Island Invitational mótinu, sem fram fór á Kiawah Island resort, rétt hjá Charleston í Suður-Karólínu, dagana 17.-18. september.

Sjá má heimasíðu Kiawah Island resort með því að SMELLA HÉR: 

Arnór Ingi lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (74 79). Í einstaklingskeppninni deildi Arnór Ingi 49. sætinu ásamt öðrum.  Hann var á 3. besta skori í liði Belmont Abbey.

The Crusaders, lið Belmont Abbey varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinum með Georgia College á samtals 596 höggum (301 295).

Til þess að sjá frétt á heimasíðu Belmont Abbey um Kiawah Island Invitational mótið SMELLIÐ HÉR: