Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og golflið USF urðu í 5. sæti á Oregon State Inv.

Í gær lauk í Trysting Tree golfklúbbnum í Cornvallis í Oregon, Oregon State Invitational mótið sem stóð dagana 17.-18. september.  Þátttakendur voru 90 úr 16 háskólum.

Meðal þátttakenda í mótinu voru Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco (skammst.: USF)

Eygló Myrra lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (76 80 73) og lauk keppni jöfn 3 öðrum í 32. sæti. Eygló Myrra var á 4. besta skorinu í liði sínu og taldi því skor hennar.

Lið University of San Francisco varð í 5. sæti á samtals 898 höggum (301 298 299).

Til þess að sjá úrslitin á Oregon State Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Eyglóar Myrru og golfliðs University of San Francisco er Rose City Collegiate, þar sem gestgjafi er Portland State. Mótið fer fram í  Langdon Farm GC, Aurora, Oregon og hefst 1. október n.k.