Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór Björnsson T-6 eftir 1. hring Moe O´Brien Intercollegiate

Andri Þór Björnsson, GR og lið hans Colonels í Nicholls State, kláruðu að spila 1. hring á Moe O´Brien Intercollegiate mótinu í gær.

Mótið fer fram í Koasati Pines, í Kinder, Louisiana.

Leik var frestað í gær og búið að taka ákvörðun að spila ætti báða hringi í dag, vegna óveðurs.  Því var síðan breytt aftur og 18 holur spilaðar í gær og 18 í dag.

Andri Þór átti flottan hring upp á 1 undir pari, 71 högg og deilir sem stendur 6. sætinu í mótinu eftir 1. hring.

Andri Þór var á besta skori í liði Colonels eftir 1. hring.

Til þess að sjá umfjöllun á heimasíðu Colonels golfliðs Nicholls State um Moe O´Brien SMELLIÐ HÉR: