Stefán Már og Þórður Rafn úr leik í Fleesensee
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR eru úr leik á fyrsta stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð, en skorið var niður eftir 3 hringi í gær. Það voru 54 kylfingar, sem spiluðu um eitt af efstu 24 sætunum í mótinu sem veita rétt til þátttöku á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Stefán Már var í þeim 54 kylfinga hópi, en þrátt fyrir frábæran hring í dag upp á 4 undir par, 68 högg tókst honum ekki að tryggja sér sæti á næsta stig úrtökumótsins. Hann lauk keppni í 34. sæti og 4 höggum frá því að komast áfram. Til þess að sjá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sólveig Leifsdóttir – 21. september 2012
Það er Sólveig Leifsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Sólveig er fædd 21. september 1951. Hún er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Sólveig er góður kylfingur og það er sannkölluð ánægja og heiður að spila golf með henni; hún er góður félagi utan vallar sem innan. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sólveig Leifsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lia Biehl, (spilaði á LPGA) 21. september 1969 (43 ára) ….. og ….. Svana Jónsdóttir (37 ára) Hulda Björg Birgisdóttir (52 ára) Albína Unndórsdóttir (65 ára) Siglfirðingur Siglufirði (54 ára) Erna Nielsen Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í 1. sæti á Mason Rudolph Women´s Champion eftir 1. hring!!!
Í dag hófst í Vanderbilt Legends Club í Franklin, Tennessee, Mason Rudolph Women´s Champion. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Meðal keppenda í mótinu eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest. Það er skemmst frá því að segja að Ólafía Þórunn deilir 1. sætinu með 2 öðrum eftir 1. hring sem er ekkert nema frábært og stórglæsilegt!!! Ólafía kom inn á 71 höggi á 1. hring – fékk 4 fugla (á 1., 7., 8. og 9. braut) og 3 skolla. Lið Wake Forest er sem stendur í 9. sæti. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis áfram!!! Til þess að sjá stöðuna á Mason Rudolph Women´s Champion SMELLIÐ Lesa meira
Bein útsending frá Tour Championship
Á heimasíðu PGA Tour er linkur inn á beina útsendingu frá síðustu umferð haustmótaraðarinnar, í FedExCup, Tour Championship, sem fram fer í East Lake golfklúbbnum. Þar etja 30 sem eftir standa í FedExCup umspilinu kappi um 10 milljón dollara bónus pott. Meðal þeirra er bestu kylfingar heims: Rory McIlroy, Tiger Woods, Justin Rose, Dustin Johnson, Zach Johnson, Lee Westwood og Sergio Garcia svo einhverjir séu nefndir. Eftir að komið er á heimasíðu PGA Tour þarf að smella á örina við hliðina á LIVE merkið í glugganum og þá birtist beina útsendingin, en til þess að komast á heimasíðu PGA Tour SMELLIÐ HÉR:
Bjarki í 5. sæti í einstaklingskeppninni í Búlgaríu – Íslenska piltalandsliðið í 4. sæti eftir 2. dag mótsins!!!
Nú er 2. degi lokið á European Boys Challege Trophy, sem fram fer í St. Sofia Golf & Spa, í Búlgaríu og stendur dagana 20.-22. september. Loka- og úrslitahringurinn verður leikinn á morgun. Íslenska piltalandsliðið undir 18 ára hefir sett markið á 3. sætið. Sem stendur eru „strákarnir okkar“ í 4. sæti í liðakeppninni, á samtals 36 yfir pari (359 387) og eru 7 höggum á eftir belgíska landsliðinu, sem er í 3. sæti; 10 höggum á eftir danska liðinu sem er í 2. sæti og 14 höggum á eftir liði Sviss, sem nú er í 1. sæti. Enn er möguleiki á að krækja í 3. sætið – bara þarf Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel, Ólafía og Guðmundur Ágúst taka þátt í Mason Rudolph mótinu sem hefst í dag
Í dag hefst í Vanderbilt Legends Club, í Franklin, Tennessee, Mason Rudolph mótið og er það bæði kvenna og karlamót. Axel Bóasson, GK keppir fyrir hönd Mississippi State, en Haraldur Franklin, GR. sem einnig er í Mississippi State virðist ekki vera með að þessu sinni. Axel er að fara út eftir nokkrar mínútur. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, keppir fyrir hönd East Tennessee State og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem fyrr, fyrir Wake Forest háskólann. Golf 1 óskar þeim Ólafíu, Axel og Guðmundi Ágústi góðs gengis í dag. Til þess að fylgjast með strákunum SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Lexi Thompson í forystu með 63 högg eftir 1. dag Navistar LPGA Classic
Hin 17 ára Lexi Thompson átti glæsihring á Navistar LPGA Classic, sem hófst á Senator golfvellinum í Capitol Hill, í Prattville, Alabama í gær. Lexi skilaði sér í hús á 9 undir pari, 63 höggum. Hún var með hreint skorkort sem á voru 9 fuglar og 9 pör. Með þessum frábæra árangri sínum, sem kom henni í 1. sæti mótsins strax á 1. degi, jafnaði hún mótsmetið. „Það er virkilega góð tilfinning að ná fyrsta hring upp á 63 undir beltið, en maður verður bara að taka eitt högg í einu,“ sagði Lexi, eftir hringinn góða. „Það er ekki hægt að fara fram úr sér í þessum leik, þannig að Lesa meira
GKG: Sjö afrekskylfingar úr GKG hefja keppni á Lalandia Open í Danmörku á morgun
Sjö af okkar fremstu unglingum hefja keppni á morgun á Lalandia Open mótinu, sem fer fram á Gyttegård vellinum nálægt Billund í Danmörku. Þau sem keppa eru Gunnhildur Kristjánsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir, Aron Snær Júlíusson, Daníel Hilmarsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Kristófer Orri Þórðarson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Þessir krakkar stóðu sig öll mjög vel í sumar í Arionbankamótaröðinni og er þetta liður í afreksstefnu GKG að veita þeim sem hafa staðið sig best í sumar aðstoð og tækifæri til að lengja tímabilið og keppa á erlendri grundu. Mótið er leikið á einum degi, 36 holur, höggleikur án forgjafar. Hægt er að fylgjast með gengi þeirra með því að SMELLA HÉR:
Saga Ryder bikars keppninnar (1927-1937) – 1. hluti af 9 – myndskeið
Nú eftir nákvæmlega viku hefst Ryder bikars keppnin í Medinah Country Club í Chicago, Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn frá því að keppnin hófst, sem hún fer fram í Chicago. Lið Evrópu vann síðustu keppni 2010 á Celtic Manor Resort í Wales með 14 1/2 vinningi gegn 13 1/2 Bandaríkjamanna. Á stundu, sem þessari er e.t.v. við hæfi að rifja stuttlega upp sögu Ryder bikar keppninnar. Til þess að sjá myndskeið um sögu Ryder Cup (1. hluta) SMELLIÐ HÉR: Formleg keppni hófst eftir sýningarleik árið 1926 milli bandarísks og bresks liðs á East Course, Wentworth Club, Virginia Water, Surrey, í Bretlandi. Fyrsta opinbera Ryder bikar keppnin hófst því 1927 í Lesa meira
Ólafur Björn í 49. sæti í Dallas eftir 2. dag úrtökumótsins
Ólafur Björn Loftsson, NK, er í 49. sæti á úrtökumóti fyrir PGA mótaröðina sem fram fer þessa dagana í The Dallas Golf Club. Ólafur Björn er samtals búinn að spila á 145 höggum (74 71). Lokahringurinn verður spilaður í dag. Ólafur Björn að vera í 38. sæti eða ofar til þess að tryggja sér sæti á næsta stig úrtökumótsins. Eins og staðan er nú er Ólafur Björn 2 höggum frá því marki og verður því að eiga góðan hring í dag ætli hann sér áfram. Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis! Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á úrtökumótinu í Dallas SMELLIÐ HÉR:








