Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 11:15

Ólafur Björn í 49. sæti í Dallas eftir 2. dag úrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK, er í 49. sæti á úrtökumóti fyrir PGA mótaröðina sem fram fer þessa dagana í The Dallas Golf Club.

Ólafur Björn er samtals búinn að spila á 145 höggum (74 71).

Lokahringurinn verður spilaður í dag. Ólafur Björn að vera í 38. sæti eða ofar til þess að tryggja sér sæti á næsta stig úrtökumótsins. Eins og staðan er nú er Ólafur Björn 2 höggum frá því marki og verður því að eiga góðan hring í dag ætli hann sér áfram.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á úrtökumótinu í Dallas SMELLIÐ HÉR: