Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 20:15

GKG: Afrekskylfingarnir 7 á Lalandia Open í Danmörku stóðu sig vel – Gunnhildur í 1. sæti!!! Aron Snær – Kristófer Orri og Óðinn Þór deildu 5. sæti!!!

Sjö afrekskylfingar úr GKG að spiluðu  í dag á Lalandia Open mótinu, sem fór fram á Gyttegård vellinum nálægt Billund í Danmörku. Gunnhildur Kristjánsdóttir varð í 1. sæti, sem er stórglæsilegt hjá henni – TIL HAMINGJU!!! Gunnhildur spilaði á samtals 19 yfir pari, 159 höggum (80 79). Særós Eva Óskarsdóttir varð í 4. sæti á samtals 29 yfir pari , 169 höggum (84 85). Í piltaflokki voru þátttakendur 65. Svo virðist sem einungis hafi verið spilaðar 27 holur hjá piltunum. Þeir Aron Snær Júlíusson, Kristófer Orri Þórðarson og Óðinn Þór Ríkharðsson deildu 5. sætinu í piltaflokki á 5 yfir pari, 110 höggum; Aron Snær (73 37); Kristófer Orri (74 36) Lesa meira

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 18:40

Bandaríska háskólagolfið: Axel átti glæsihring upp á 67 högg og Guðmundur Ágúst upp á 68 högg á 2. hring Mason Rudolph Championship

Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR áttu glæsilega hringi á Mason Rudolph Championship í dag, en mótið fer fram í Vanderbilt, Tennessee. Axel spilaði á 67 glæsihöggum, fékk 6 fugla og 2 skolla. Samtals er Axel búinn að spila á 1 yfir pari, 143 höggum (76 67).  Axel deilir 16. sætinu ásamt 2 öðrum. Lið Mississippi State er í 3. sæti í mótinu ásamt Georgia State af 15 háskólum, sem þátt taka í mótinu.  Axel er á næstbesta skori í liði sínu. Guðmundur Ágúst spilar líka í mótinu.  Hann bætti svo sannarlega stöðu sína, en fyrir daginn í dag var hann í 79. sæti en flaug upp í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 18:00

Bjarki í 3. sæti í Búlgaríu!-Íslenska piltalands- liðið 3 grátlegum höggum frá 3. sætinu

Í dag var spilaður síðasti hringurinn á European Boys Challege Trophy, sem fram fór í St. Sofia Golf & Spa, í Búlgaríu og stóð dagana 20.-22. september. Bjarki Pétursson, GB, komst í verðlaunasæti, þ.e. varð í 3. sæti í einstaklingskeppninni. hann spilaði á 1 undir pari, 212 höggum (70 75 67). Hann átti glæsihring í dag upp á 4 undir pari; byrjaði hringinn á glæsierni og bætti síðan við 5 fuglum og 3 skollum. Glæsilegt hjá Bjarka!!! Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG stóðu sig næstbest í íslenska piltalandsliðinu, deildu  8. sætinu ásamt rússneskum kylfingi á samtals 6  yfir pari, 219 höggum, hvor;  Gísli (71 76 72) og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 17:17

Bein útsending frá Tour Championship

Á heimasíðu PGA Tour er linkur inn á beina útsendingu frá síðustu umferð haustmótaraðarinnar, í FedExCup, Tour Championship, sem fram fer í East Lake golfklúbbnum. Þar etja 30 sem eftir standa í FedExCup umspilinu kappi um 10 milljón dollara bónus pott. Meðal þeirra er bestu kylfingar heims: Rory McIlroy, Tiger Woods, Justin Rose, Dustin Johnson, Zach Johnson, Lee Westwood og Sergio Garcia svo einhverjir séu nefndir. Eftir að komið er á heimasíðu PGA Tour þarf að smella á örina við hliðina á LIVE merkið í glugganum og þá birtist beina útsendingin, en til þess að komast á heimasíðu PGA Tour SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 14:30

Golfið er fjölskyldusport hjá Lexi sem er efst þegar Navistar Classic er hálfnað

Lexi Thompson, 17 ára, leiðir þegar Navistar LPGA Classic er hálfnað á 12 undir pari. Ekki er ætlunin að skrifa milliúrslitafrétt í mótinu, þar sem kylfingar á borð við Michelle Wie komust ekki einu sinni í gegnum niðurskurð, að öðru leyti en því að vísa til skortöflunnar, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Hins vegar er ætlunin að beina sjónum  að efstu konunni á skortöflunni. Hún ólst upp í litlum bæ í Flórída, Coral Springs og fjölskyldusportið var allt frá blautu barnsbeini, að spila golf á nærliggjandi golfvelli, TPC Eagle Trace. Jafnvel þó að á yfirborðinu hafi virtst sem um sakleysislegt fjölskyldupikknikk væri að ræða þar sem spilað var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 12:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 30 – Harry Vardon

S.l. sunnudag hófst hér á Golf 1 ný greinaröð 10 smásagna eftir PG Wodehouse eins ástsælasta enska rithöfundar og húmorista á framanverðri 20. öld. Sögurnar eftir Wodehouse sem sagðar verða hér á hverjum næstu 9 sunnudaga, (en sú fyrsta, „Klikkun Cuthberts“ birtist s.l. sunnudag verður birt aftur hér til upprifjunnar, samhliða eða einmitt vegna þessarar greinar). Golfsmásögurnar 10 eru sjálfstæðar og úr bók hans sem heitir The Clicking of Cuthbert.  Í fyrstu sögunni sem ber sama heiti og bókin koma tveir af þekktustu kylfingum Breta við sögu: Abe Mitchell og Harry Vardon, og verður sá síðarnefndi kynntur hér á eftir. Á morgun birtist 2. golfsagan úr bókinni, stytt endursögn smásögunar: „Kona er aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 11:50

The Clicking of Cuthbert 1. saga: Klikkun Cuthberts

Í fyrstu smásögu PG Wodehouse í The Clicking of Cuthbert, sem ber samnefnt heiti og bókin er „The Oldest Member,“ eða elsti félaginn í golfklúbbnum kynntur til sögunnar. Hann er sögumaður í öllum öðrum sögunum sem fylgja. Clicking of Cuthbert hefst á því að ungur maður kemur í uppnámi inn í klúbbhúsið, hendir sér niður í stól og segir þjóninum að hann megi eiga kylfurnar sínar eða ef hann vilji þær ekki gefa kylfuberunum þær. Hann er í uppnámi og elsti félaginn segir okkur að hann hafi fylgst með manninum á vellinum stuttu áður, þar sem hann sló 7 högg á 1. braut og setti síðan nokkra bolta í vatnið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 22:30

LET: Nikki Garrett enn í forystu á Tenerife Open de España Femenino eftir 2. dag

Í dag var fram haldið keppni á Tenerife Open de España Femenino á Las Americas golfvellinum í Tenerife. Mótið stendur dagana 20.-23. september, þ.e.a.s. er 4 daga mót. Þegar mótið er hálfnað er  ástralska fegurðardísin Nikki Garrett enn í forystu þrátt fyrir fremur slakan hring í dag, miðað við gærdaginn hjá henni. Hún er samtals á 7 undir pari, 137 höggum  (64 73). Á hæla henni eru 4 kylfingar: Caroline Masson frá Þýskalandi, Celine Palomar og Joanna Klatten frá Frakklandi og hin enska Florentyna Parker, en allar eru þær á 6 undir pari, 138 höggum hver. Sjötta sætinu deila enn aðrir 4 kvenkylfingar þ.á.m. golfdrottningin Laura Davies, en allar eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 22:00

PGA: Jim Furyk leiðir eftir 2. dag Tour Championship

Nú rétt í þessu var að ljúka 2. hring á síðasta móti FedExCup umspilsins, Tour Championship í East Lake, Atlanta, Georgia. Sá sem er í forystu eftir 2. dag er maðurinn með skrítnu sveifluna,  Jim Furyk. Hann spilaði í dag á 64 glæsihöggum og er því samtals á 7 undir pari, 133 höggum (69 64). Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins Justin Rose, 1 höggi á eftir Furyk á samtals 6 undir pari, 132 höggum (66 68). Masters meistari ársins 2012 með bleika dræverinn, Bubba Watson deilir  3. sæti  með Bo Van Pelt, en báðir eru á samtals 5 undir pari Bubba (69 66) og Bo (67 68). Tiger hrundi niður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 21:20

Ólafur Björn komst áfram á 1. stig úrtökumóts fyrir PGA!!!

Ólafur Björn Loftsson, NK, tryggði sér sæti á næsta stig úrtökumóts fyrir PGA mótaröðina, sem er stórglæsilegt hjá Ólafi Birni!!! Hann lék lokahringinn í The Dallas Golf Club í dag á 3 undir pari, 67 höggum; fékk 5 fugla og 2 skolla.  Ólafur Björn lauk keppni á samtals 2 yfir pari (74 71 67). Spil Ólafs Björns varð sífellt betra eftir því sem leið á mótið og nú er hann kominn áfram, en 38 efstu í mótinu komust á næsta stig. Ólafur Björn varð T-34, þ.e. hann deildi 34. sætinu með Ryan Dagerman frá Dallas. Í efsta sæti á úrtökumótinu varð Wes Worster, sem var á samtals 9 undir pari Lesa meira