Frá European Boys Challenge Trophy – Íslenska piltalandsliðið er það 5. frá vinstri.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 19:30

Bjarki í 5. sæti í einstaklingskeppninni í Búlgaríu – Íslenska piltalandsliðið í 4. sæti eftir 2. dag mótsins!!!

Nú er 2. degi lokið á European Boys Challege Trophy, sem fram fer í  St. Sofia Golf & Spa, í Búlgaríu og stendur dagana 20.-22. september. Loka- og úrslitahringurinn verður leikinn á morgun.

Íslenska piltalandsliðið undir 18 ára hefir sett markið á 3. sætið.  Sem stendur eru „strákarnir okkar“ í 4. sæti í liðakeppninni, á samtals 36 yfir pari (359 387) og eru  7 höggum á eftir belgíska landsliðinu, sem er í 3. sæti; 10 höggum á eftir danska liðinu sem er í 2. sæti og 14 höggum á eftir liði Sviss, sem nú er í 1. sæti.

Enn er möguleiki á að krækja í 3. sætið – bara þarf að vinna upp 7 högg, sem er fljótt að gerast ef allir spila eins og þeir geta best!!!

Eftir 2. dag mótsins er Bjarki Pétursson, GB, efstur af „strákunum okkar“, er í 5. sæti í einstaklingskeppninni sem er stórglæsilegt, á samtals 3 yfir pari 145 höggum (70 75).

Birgir Björn Magnússon, GK, og Gísli Sveinbergsson standa sig næstbest í íslenska piltalandsliðinu, deila 9. sætinu ásamt öðrum á samtals 5 yfir pari, 147 höggum, hvor; Birgir Björn (72 75) og Gísli (71 76).

Ragnar Már Garðarsson, GKG, er T-12, á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (67 81); Emil Þór Ragnarsson, GKG er T-37, samtals 20 yfir pari (82 80 – bætti sig um 2 högg í dag – flott!!!) og Ísak Jasonarson, GK er í 43. sæti, 26 yfir pari (79 89).

Golf 1 óskar þeim Birgi Birni, Bjarka, Emil Þór, Gísla, Ísak og Ragnari Má góðs gengis á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring SMELLIÐ HÉR: