Gunnhildur Krisjtánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 12:30

GKG: Sjö afrekskylfingar úr GKG hefja keppni á Lalandia Open í Danmörku á morgun

Sjö af okkar fremstu unglingum hefja keppni á morgun á Lalandia Open mótinu, sem fer fram á Gyttegård vellinum nálægt Billund í Danmörku.

Þau sem keppa eru Gunnhildur Kristjánsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir, Aron Snær Júlíusson, Daníel Hilmarsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Kristófer Orri Þórðarson og Óðinn Þór Ríkharðsson.

Þessir krakkar stóðu sig öll mjög vel í sumar í Arionbankamótaröðinni og er þetta liður í afreksstefnu GKG að veita þeim sem hafa staðið sig best í sumar aðstoð og tækifæri til að lengja tímabilið og keppa á erlendri grundu.

Mótið er leikið á einum degi, 36 holur, höggleikur án forgjafar. Hægt er að fylgjast með gengi þeirra með því að SMELLA HÉR: