Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 21:00

Stefán Már og Þórður Rafn úr leik í Fleesensee

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR eru úr leik á fyrsta stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.

Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð, en skorið var niður eftir 3 hringi í gær.

Það voru 54 kylfingar, sem spiluðu um eitt af efstu 24 sætunum í mótinu sem veita rétt til þátttöku á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.

Stefán Már var í þeim 54 kylfinga hópi, en þrátt fyrir frábæran hring í dag upp á 4 undir par, 68 högg tókst honum ekki að tryggja sér sæti á næsta stig úrtökumótsins.

Hann lauk keppni  í 34. sæti og 4 höggum frá því að komast áfram.

Til þess að sjá úrslitin í úrtökumótinu í Fleesensee  SMELLIÐ HÉR: