Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 13:50

Bandaríska háskólagolfið: Axel, Ólafía og Guðmundur Ágúst taka þátt í Mason Rudolph mótinu sem hefst í dag

Í dag hefst í Vanderbilt Legends Club, í Franklin, Tennessee, Mason Rudolph mótið og er það bæði kvenna og karlamót.

Axel Bóasson, GK keppir fyrir hönd Mississippi State, en Haraldur Franklin, GR. sem einnig er í Mississippi State virðist ekki vera með að þessu sinni.  Axel er að fara út eftir nokkrar mínútur.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, keppir fyrir hönd East Tennessee State og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem fyrr, fyrir Wake Forest háskólann.

Golf 1 óskar þeim Ólafíu, Axel og Guðmundi Ágústi góðs gengis í dag.

Til þess að fylgjast með strákunum SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni SMELLIÐ HÉR: