Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2012 | 09:00

Ryder Cup 2012: Þungu fargi létt af Martin Kaymer – segist hafa fundið sitt fyrra form

Martin Kaymer viðurkennir að sér létti að hafa fundið aftur sitt fyrra form rétt fyrir Ryder bikars keppnina í Chicago.

Fyrir aðeins mánuði síðan hafði fyrirliði Evrópu í Ryder bikarskeppninni, José Maria Olazábal mestar áhyggjur af Kaymer, sem ekki hafði verið meðal 10 efstu í mótum, sem hann spilaði í frá apríl nú fyrr á árinu, en náði samt einu af sjálfkrafa sætunum í Ryder bikars keppnisliði Evrópu.

Hvað sem öðru líður þá er hinn 27 ára Þjóðverji sjálfsöryggið uppmálað fyrir keppnina.

„Allt í einu á föstudeginum í Hollandi (fyrir 3 vikum) small allt í drævunum hjá mér aftur, “ sagði hann.

„Ég er mjög, mjög ánægður að það small á réttum tíma fyrir Ryder bikars keppnina, það var mikill  léttir.“

Kaymer reyndi að bæta húkki (þ.e. að boltinn sveigi til vinstri) í leik sinn eftir að komast ekki í gegnum niðurskurð í fyrstu 3 Masters mótum sínum, en því lauk með því að hann tapaði náttúrlegri vinstri til hægri sveiflu sinni.

„Það tók mig s.l. 6 mánuði að ná aftur sveiflu þar sem boltinn sveigir til hægri og „lekur “ síðan enn til hægri  (á ensku fade) – tilfinningin var eins og sofandi í mér og ég þurfti bara að vakna,“ sagði hann.

„Ég hugsa að nú sé ég vakandi og er þar að auki búinn að bæta dragi (ens.: draw) við getulistann þannig að ég er fullkomnari kylfingur nú. Þetta er enn svolítið óstöðugt en þetta verður bara að koma saman og ég er tilbúinn í slaginn.“

Jafnvel þó að hann hafi aðeins verið nýliði fyrir 2 árum;  sem að vísu hafði nýunnið fyrsta risamót sitt og bætti síðan við öðrum sigri  í Hollandi, þá var hann paraður með Lee Westwood í Rydernum; hann var það góður.

Saman unnu þeir Phil Mickelson og Dustin Johnson og náðu síðan að halda jöfnu gegn þeim  Jim Furyk og Rickie Fowler og í 3. umferð var Ian Poulter félagi hans og saman unnu þeir Mickelson og Fowler.

Johnson náði sér niðri á Kaymer í tvímenningnum en Kaymer hafði svo sannarlega lagt sitt á vogarskálarnar í sigri Evrópu og enginn gæti nokkru sinni hafa séð fyrir þá að hann yrði að hafa svona mikið fyrir að komast í liðið nú.

En síðan kom upp babb í bátinn í Augusta.

„Í hvert sinn sem ég fór (eftir að hafa ekki náð niðurskurði) var ég pirraður -ekki vegna þess að ég hafði ekki komist í gegnum niðurskurð, heldur hvernig ég missti af honum. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að draga boltann.

„Augljóslega, ég veit að ég verð að slá hann  inn og út með lokuðu kylfuandliti Ég hafði lesið það mörgum sinnum, en ég var bara ekki kominn með tilfinninguna fyrir því.“

„Ég varð að læra það. Ég hugsaði að ég ætti mörg ár framundan og ég vil ekki bara slá högg þannig að þau leki til hægri (ens: fade) allt mitt líf.“

Heimild: Sky Sports