Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2012 | 09:30

Ryder Cup 2012: Lið Evrópu gengur Medinah völlinn – „Go Sergio“ lið Evrópu á líka aðdáendur meðal Bandaríkjamanna!!!

Lið Evrópu er komið til Chicago þar sem Ryder bikars keppnin eða Ryder Cup hefst á morgun.

Í gær gekk liðið Medinah golfvöllinn og …. hann er ekki sá stysti 7648 yarda (6993 metra), hefir verið lengdur frá því að Tiger Woods vann annan af 2 PGA meistaramóts titlum sínum hér, 2006. Þetta er völlur sem hentar hinum högglöngu, sleggjunum.

Fyrsta brautin virðist ekkert erfið, 433 yarda (396 metra) bein fyrir utan andstyggilega brautarglompu og flatarglompur stráðar allt í kringum hallandi flötina – en eins og allir vita sem fylgst hafa með Ryder Cup er 1. brautin sérlega mikilvæg; sérstaklega 1. teigur.

Önnur brautin er par-3, 192 yarda (176 metra). Þar er slegið yfir vatn inn á frímerkisflöt. Flötin á par-4 3. brautinni er umkringd djúpum glompum, sem næstum ómögulegt er hægt að komast hjá og á eftir að gera leikmönnum Ryder Cup lífið leitt.  Og þetta er aðeins byrjunin.

Út um allt eru hvít tjöld þar sem kaupa má hressingu m.a. bjór og bandaríski fáninn blasir allsstaðar við, sem og Ryder Cup merkið og sjónvarpskaplar og aðbúnaður fyrir tökulið. Golfbílar líða hljóðlega um svæðið, en þeir munu ferja leikmenn á teig og aðstoðarfyrirliðana milli leikmanna.

Tíunda brautin er samhliða 8. brautinni aðeins auglýsingaskilti og gírðing aðgreinir þær. Á 13. braut þarf nákvæmt 254 yarda (224 metra) högg yfir Kadijah vatnið og á hallandi flöt sem umkringd er glompum. Það er varla nokkurt svigrúm til þess að gera mistök á þeirri braut.

„Go Sergio“ æpir trylltur bandarískur aðdáandi (kona) sem veldur því að sá sem þessu er beint að lyftir augabrún í spurn, en það er Rory McIlroy!!!

Sextánda brautin er ekki sú auðveldasta en það er 482 yarda (441 metra) par-4 hundslöpp til vinstri og sú 17. er enn ein önnur par-3, þar sem slegið er af teig hátt yfir vatnið og ferðinni heitið yfir á næsta bakka 192 yördum (176 metrum) frá.

Framantaldar holur er líklegast þær þar sem Ryder bikarinn í ár vinnst eða tapast á …. Og 40.000 áhorfendur munu fylgjast með öllu saman í eigin persónu, flestir á bandi Bandaríkjamanna!!!  Þegar pútt dettur má jafna viðbrögðum áhorfenda á við sprengju sem fellur, svo mikill er hávaðinn.

Maður spyr sig hvernig leikmenn geta verið rólegir undir þessum kringumstæðum? – En það er einmitt spennan sem gerir þessa keppni svo einstaka!

Heimild: BBC Sport