Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2012 | 16:00

Birgir Leifur á 74 höggum í Bogogno á 2. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék 2. hring á 1. stigi úrtökumótsins í Bogogno fyrr í dag.

Hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum og er því samtals búinn að spila á 1 yfir pari 145 höggum (71 74). Birgir fékk 3 fugla, 3 skolla og 1 skramba.

Sem stendur er Birgir Leifur T-43, þ.e. deilir 43. sætinu ásamt nokkrum öðrum kylfingum, en sætisröðin gæti enn breyst eftir því sem líður á kvöldið, því nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.  Ekki er öll nótt úti enn, aðeins skilja 2 högg að þá sem eru T-43 og T-19, þ.e. Birgir Leifur þarf eins og staðan en nú aðeins að vinna upp 2 högg til þess að verða meðal efstu 28 sem komast á næsta stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag úrtökumótsins SMELLIÐ HÉR: