Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Berglind hefja keppni á morgun á UNCG Starmount Classic
Klúbbfélagarnir Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR, keppa á morgun á UNCG Starmount Classic mótinu, sem fram fer í Greensboro, Norður-Karólínu, nánar tiltekið í Starmount Forest CC. Mótið er tveggja daga frá 1. október -2. október 2012 og gestgjafi er háskóli Berglindar UNCG. Golf 1 óskar þeim Berglindi og Sunnu góðs gengis!!! Til þess að fylgjast með gangi mála á Starmount Classic mótinu á morgun getið þið SMELLT HÉR:
Íslenska landsliðið lauk leik í 36. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna
Í dag lauk keppni á heimsmeistaramóti áhugamanna kvennalandsliða í Antalya í Tyrklandi. Þátttakendur voru 157 frá 53 þátttökuþjóðum og var keppt um hinn fræga Espirito Santo Trophy, sem keppt hefir verið um frá árinu 1964. Íslenska landsliðið skipað þeim Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK; Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, hafnaði í 36. sæti ásamt liði heimamanna, þ.e. Tyrkja, Austurríkismanna og Rússa. Ólafía Þórunn spilaði best af íslensku þátttakendunum, lauk keppni á samtals á 8 yfir pari, 296 höggum (79 70 76 71) og lauk keppni ásamt 2 öðrum kylfingum í 54. sæti í einstaklingskeppninni. Valdís Þóra spilaði á samtals 21 yfir pari, 309 höggum (77 76 77 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil Karlsson og Ari Magnússon hefja leik í dag á Texoma Championship í Oklahoma
Þeir Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG spila með golfliði University of Arkansas í Monticello. Þeir hefja leik í dag ásamt golfliði sínu í Texoma Championship í Kingston, Oklahoma. Mótið stendur dagana 30. september – 2. október 2012. Gestgjafi er SE Oklahoma State University. Golf 1 óskar þeim Theodór Emil og Ara góðs gengis!!!
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Ragna Björk hefja leik á Myrtle Beach Intercollegiate á morgun
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið The Queens University of Charlotte og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og lið hennar í St. Leo, spila á Myrtle Beach Intercollegiate mótinu. Mótið hefst á morgun, 1.október á Sunset Beach í Norður-Karólínu. Spilað verður í Sea Trail Golf Resort á norðurhluta Myrtle strandar. Gestgjafar mótsins eru Lincoln Memorial University og Lenior-Rhyne University. Golf 1 óskar Írisi Kötlu og Rögnu Björk góðs gengis!!!
Ryder Cup 2012: Tiger nær nýjum lægðum í ferli sínum
Eftir að 2 dagar eru liðnir af Ryder bikars keppninni í Medinah nálægt Chicago í Bandaríkjunum og 4 leikir, sem leikmenn kynnu mögulega að hafa leikið – hefir Tiger aðeins spilað í 3 og tapað þeim öllum. Hann hefir ekki lagt til eitt einasta stig til yfirburðastöðu bandaríska liðsins. Tiger hefir s.s. aldrei náð að sýna sitt rétta andlit í Ryder bikars keppninni en þetta eru alveg nýjar lægðir í ferlinum hjá honum. Hann var m.a. látinn sitja hjá í leikjum laugardagsmorgunsins, en það hefir aldrei áður gerst. Þegar Ryder Cup gleðin braust út allt í kringum Tiger meðal félaga hans í bandaríska liðinu í gær eftir að hann og Lesa meira
Golfvellir í Bandaríkjunum: Broad Run Golfers Club í Pennsylvaníu
Bandaríkin eru fjársjóðskista þegar kemur að frábærum golfvöllum. Flestir Íslendingar kannast við golfvelli í Flórída, Kaliforníu eða New York. En það eru svo miklu fleiri fallegir golfvellir dreifðir um öll Bandaríkin: Einn þeirra er Broad Run Golfers Club í Pennsylvaníu. Heimilisfang klúbbsins er: 1520 Tattersall Way, West Chester, Pennsylvanía 19380. Völlurinn er 6.826 yarda (6242 metra) af öftustu teigum og 5.286 yarda (4834 metra) af þeim fremri og dæmigerður langur bandarískur völlur, þó víða finnist enn lengri vellir. Á vellinum eru 4 par-3 brautir, 10 par-4 brautir og 4 par-5 brautir. Aðeins er 1 par-3 og 1 par-5 á fremri 9. Meðal hindrana á vellinum eru 54 sandglompur, 3 tjarnir Lesa meira
Ryder Cup 2012: Staðan 10:6 fyrir Bandaríkin eftir leiki laugardagsins
Fjórbolta viðureignir gærdagsins voru æsispennandi og fóru svo: N. Colsaerts / P. Lawrie Wins 1Up details D. Johnson / M. Kuchar J. Rose / F. Molinari Wins 5 & 4 details B. Watson / W. Simpson S. Garcia / L. Donald Wins 1Up details T. Woods / S. Stricker R. McIlroy / I. Poulter Wins 1Up details J. Dufner / Z. Johnson Lið Evrópu sigraði í tveimur leikjum: Rory McIlroy og Ian Poulter unnu sinn leik 1&0 gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson. Luke Donald og Sergio Garcia höfðu líka betur í sínum leik; unnu með minnsta mun gegn sigurlausum Tiger og Steve Stricker. Minnstu munaði í viðureign Dustin Johnson og Matt Kuchar gegn Nicolas Colsaerts og Paul Lawrie en Bandaríkjamennirnir sigruðu þá viðureign 1&0. Lesa meira
GG: Keiliskonur sigursælar – Þórdís Geirsdóttir og Ásdís Hugrún Reynisdóttir sigruðu í Blue Lagoon Open
Í dag fór fram Blue Lagoon Open kvennamótið á Húsatóftavelli þeirra Grindvíkinga. Þátttakendur voru 60 eldhressar konur, sem léku golf við nokkuð hvassar aðstæður. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Allir þátttakendur fengu í teiggjöf Boðskort fyrir tvo í Bláa Lónið, Algea Mask 10 ml og Mineral Moisturizing Cream 5 ml. Sigurvegarinn í höggleik án forgjafar varð Þórdís Geirsdóttir en hún lék Húsatóftavöll í dag á 3 yfir pari, 73 höggum. Laufey Valgerður Oddsdóttir, GR, varð í 2. sæti á 86 höggum; Ásta Óskarsdóttir, GR, í 3. sæti á 88 höggum og Þóranna Andrésdóttir, GS í 4. sæti sömuleiðis á 88 höggum. Í verðlaun fyrir 1. sætið hlaut Lesa meira
Ryder Cup 2012: Staðan 8-4 fyrir Bandaríkin eftir fyrri leiki dagsins
Nú rétt í þessu lauk 3. umferð í Ryder bikarnum. Bandaríska liðið hélt uppteknum hætti á heimavelli að rúlla upp liði Evrópu. Með áframhaldandi slöku gengi evrópska liðsins getur vel farið svo að Ryder bikarinn snúi aftur til Bandaríkjanna. Svona fóru leikir í 3. umferð: Keegan Bradley og Phil Mickelson unnu Lee Westwood og Luke Donald stórt 7&6. Jason Dufner og Zach Johnson sigrðuð Nicolas Colsaerts og Sergio Garcia 2&1. Norður-írska gengi Mac-ana tapaði fyrir Brandt Snedeker og Jim Furyk með minnsta mun 1&0. Ian Poulter og Justin Rose höluðu inn eina vinning Evrópu gegn Bubba Watson og Webb Simpson; unnu með minnsta mun 1&0. Eftir 3. umferð er staðan Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín hefur keppni á Lady Bearcat Invitational í dag
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og golfliði Pfeiffer, Lady Falcons tekur þátt í Lady Bearcat Invitational, á Old South Golf linksaranum á Hilton Head í Suður-Karólínu. Það er Lander University sem er gestgjafi í mótinu. Þátttakendur eru alls 60 frá 12 háskólum. Þessir háskólar eru eftirfarandi: Lander University, USC Beaufort, Armstrong Atlantic State, Carson-Newman, Coker, Columbus (Ga.) State, Flagler, Montevallo, North Georgia, Pfeiffer, Savannah College of Art and Design and West Georgia. Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu góðs gengis í dag!










