Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2012 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín hefur keppni á Lady Bearcat Invitational í dag

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og golfliði Pfeiffer, Lady Falcons tekur þátt í Lady Bearcat Invitational, á Old South Golf linksaranum á Hilton Head í Suður-Karólínu.

Það er  Lander University sem er gestgjafi í mótinu.

Þátttakendur eru alls 60 frá 12 háskólum. Þessir háskólar eru eftirfarandi: Lander University, USC Beaufort, Armstrong Atlantic State, Carson-Newman, Coker, Columbus (Ga.) State, Flagler, Montevallo, North Georgia, Pfeiffer, Savannah College of Art and Design and West Georgia.

Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu góðs gengis í dag!