Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 10:30

Golfvellir í Bandaríkjunum: Broad Run Golfers Club í Pennsylvaníu

Bandaríkin eru fjársjóðskista þegar kemur að frábærum golfvöllum.

Flestir Íslendingar kannast við golfvelli í Flórída, Kaliforníu eða New York.

En það eru svo miklu fleiri fallegir golfvellir dreifðir um öll Bandaríkin: Einn þeirra er Broad Run Golfers Club í Pennsylvaníu. Heimilisfang klúbbsins er: 1520 Tattersall Way, West Chester, Pennsylvanía 19380.

Völlurinn er 6.826 yarda (6242  metra) af öftustu teigum og 5.286 yarda (4834 metra)  af þeim fremri og dæmigerður langur bandarískur völlur, þó víða finnist enn lengri vellir.  Á vellinum eru 4 par-3 brautir, 10 par-4 brautir og 4 par-5 brautir. Aðeins er 1 par-3 og 1 par-5 á fremri 9. Meðal hindrana á vellinum eru 54 sandglompur, 3 tjarnir auk Broad Run árinnar, sem kemur við sögu á nokkrum brautum og mikið af trjám.

Klúbbhúsið er frá 18. öld og landið sem völlurinn er byggður á er gamall bóndabær sem nefndist Como Farm, eftir samnefndum bæ á Ítalíu. Maðurinn sem átti búgarðinn hét Bordley og var virtur lögfræðingur á sínum tíma, sem var mjög umhugað um framfarir í landbúnaði m.a. því að gera jarðveg Como jarðarinnar sem frjósamastan. Golfvöllurinn nýtur góðs af í dag.

Völlurinn er opinn allan ársins hring svo fremi sem veður leyfir.

Komast má á heimasíðu klúbbsins til þess að fá nánari upplýsingar með því SMELLA HÉR: