Íslenska landsliðið lauk leik í 36. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna
Í dag lauk keppni á heimsmeistaramóti áhugamanna kvennalandsliða í Antalya í Tyrklandi. Þátttakendur voru 157 frá 53 þátttökuþjóðum og var keppt um hinn fræga Espirito Santo Trophy, sem keppt hefir verið um frá árinu 1964.
Íslenska landsliðið skipað þeim Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK; Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, hafnaði í 36. sæti ásamt liði heimamanna, þ.e. Tyrkja, Austurríkismanna og Rússa.
Ólafía Þórunn spilaði best af íslensku þátttakendunum, lauk keppni á samtals á 8 yfir pari, 296 höggum (79 70 76 71) og lauk keppni ásamt 2 öðrum kylfingum í 54. sæti í einstaklingskeppninni.
Valdís Þóra spilaði á samtals 21 yfir pari, 309 höggum (77 76 77 79) og deildi 100. sætinu með 5 kylfingum í einstaklingskeppninni.
Guðrún Brá lék á samtals 28 yfir pari, 316 höggum (79 80 78 79) og hafnaði í 122. sæti ásamt 2 öðrum kylfingum í einstaklingskeppninni.
Í 1. sæti í einstaklingskeppninni sem stendur er Lydía Ko, 15 ára telpa frá Nýja-Sjálandi, sem er í 1. sæti á heimslista áhugamanna. Hún á eftir að spila 3 holur en er með 6 högga forystu á þá sem næst kemur og engin sem enn getur náð henni.
Lið Suður-Kóreu er í 1. sæti í liðakeppninni; á 4 högg sem stendur á lið Þýskalands og Finnlands, en keppendur liðsins eiga eftir að ljúka 1-3 holur.
Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppninni SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá úrslitin í liðakeppninni SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024