Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 11:55

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Ragna Björk hefja leik á Myrtle Beach Intercollegiate á morgun

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið The Queens University of Charlotte og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og lið hennar í St. Leo, spila á Myrtle Beach Intercollegiate mótinu. Mótið hefst á morgun, 1.október  á Sunset Beach í Norður-Karólínu.

The Royals – golflið The Queens University of Charlotte – Íris Katla er önnur frá hægri. Mynd: The Royals

Spilað verður í Sea Trail Golf Resort á norðurhluta Myrtle strandar.

Gestgjafar mótsins eru Lincoln Memorial University og Lenior-Rhyne University.

Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG (lengst til vinstri) og golflið St. Leo

Golf 1 óskar Írisi Kötlu og Rögnu Björk góðs gengis!!!