Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2012 | 18:30

Ryder Cup 2012: Staðan 8-4 fyrir Bandaríkin eftir fyrri leiki dagsins

Nú rétt í þessu lauk 3. umferð í Ryder bikarnum.  Bandaríska liðið hélt uppteknum hætti á heimavelli að rúlla upp liði Evrópu. Með áframhaldandi slöku gengi evrópska liðsins getur vel farið svo að Ryder bikarinn snúi aftur til Bandaríkjanna.

Svona fóru leikir í 3. umferð:

Keegan Bradley og Phil Mickelson unnu Lee Westwood og Luke Donald stórt 7&6.

Jason Dufner og Zach Johnson sigrðuð Nicolas Colsaerts og Sergio Garcia 2&1.

Norður-írska gengi Mac-ana tapaði fyrir Brandt Snedeker og Jim Furyk með minnsta mun 1&0.

Ian Poulter og Justin Rose höluðu inn eina vinning Evrópu gegn Bubba Watson og Webb Simpson; unnu með minnsta mun 1&0.

Eftir 3. umferð er staðan 8-4.

Fjórða umferð er hafin og það virðist sem bandarísku kylfingarnir haldi uppteknum hætti en í þeim 4 leikjum sem hafnir eru, eru það aðeins Luke Donald og Sergio Garcia sem eru yfir gegn  Tiger og Steve Stricker.  Verði þetta niðurstaðan þ.e. að hin lið Evrópu fari ekki að taka sig saman í andlitinu gæti staðan orðið 11-5 eftir daginn og þar með virðist aðeins spurning hversu stórt Bandaríkin vinna, því sögulega séð hafa þeir alltaf staðið sig betur í tvímenningsleikjum sunnudagsins.  Dapurlegar fréttir það fyrir lið Evrópu – sem virðist heillum horfið að Poulter, Rose og kannski Colsaerts undanskildum.