Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 05:00

Ryder Cup 2012: Staðan 10:6 fyrir Bandaríkin eftir leiki laugardagsins

Fjórbolta viðureignir gærdagsins voru æsispennandi og fóru svo:

N. Colsaerts / P. Lawrie  Wins 1Up

D. Johnson / M. Kuchar
J. Rose / F. Molinari  Wins 5 & 4

B. Watson / W. Simpson
S. Garcia / L. Donald  Wins 1Up

T. Woods / S. Stricker
R. McIlroy / I. Poulter  Wins 1Up

J. Dufner / Z. Johnson

Lið Evrópu sigraði í tveimur leikjum:

Rory McIlroy og Ian Poulter unnu sinn leik 1&0 gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson.

Luke Donald og Sergio Garcia höfðu líka betur í sínum leik; unnu með minnsta mun gegn sigurlausum Tiger og Steve Stricker.

Minnstu munaði í viðureign Dustin Johnson og Matt Kuchar gegn Nicolas Colsaerts og Paul Lawrie en Bandaríkjamennirnir sigruðu þá viðureign 1&0.  Það hefði verið óendanlega gott fyrir lið Evrópu  og Colsaerts og Lawrie að fá 1/2 vinning úr þeim leik.

Rótburst dagsins var viðureign sleggjanna Bubba Watson og Webb Simpson á þeim Justin Rose og Francesco Molinari, en Medinah golfvöllurinn virðist henta framangreindu 2 sérlega vel.  Sá leikur fór 5&4.

Staðan eftir leiki laugardagsins er því 10-6 og ekki öll nótt úii enn fyrir Evrópu þó útlitið sé svart. Enn eru tólf tvímenningsleikir eftir … og af þeim verða Bandaríkjamenn aðeins að sigra í 4 og halda jöfnu í 1 til að tryggja sér sigur.  Vinni Bandaríkjamenn aðeins 4 leiki er allt jafnt. Þetta þýðir að Evrópa verður minnst að sigra í 8 leikjum og halda jöfnu í 1 til að sigra.  Spennandi sunnudagur framundan!!!