Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 12:00

Dýr á golfvöllum: Paul Casey í vandræðum með Digby

Paul Casey gat ekki leikið á Dunhill Links Championship mótinu eftir að lítill hundur hljóp á flötina, þar sem hann var búinn að eygja skemmtilegan hvítan bolta sem tilvalið var að leika sér svolítið með.

Atvikið átti sér stað við 12. holu Kingsbarns golfvallarins, þar sem Paul Casey var ásamt olympíusundstjörnunni Michael Phelps í Pro-Am hluta mótsins fyrr í vikunni.

Litli hvuttinn heitir Digby. Hann tók upp boltann í kjaftinn á sér, hljóp af stað með hann og vildi ekki sleppa, enda stórskemmtilegt að láta alla hlaupa eftir sér.  Að lokum náðist boltinn, að vísu svolítið blautur og Casey setti niður …..hmmm hunda eða fuglapútt?

Ef áhugi er að lesa fréttina á ensku og skoða fleiri myndir af Casey og Digby  SMELLIÐ HÉR: 

Heimild: Daily Mail