Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 10:30

The Clicking of Cuthbert 3. saga: Þrjú ólík í holli

Vegna Ryder bikarsins á sunnudaginn og umfjöllunar um hann, sem rétt í dag er farið að draga aðeins úr frestaðist birting sunnudagsgolfsögunnar hér á Golf 1 „Clicking of Cuthbert“ til dagsins í dag.“ En hér kemur hún þótt síðar sé og jafnframt loforð um að 4. hluti sögunnar birtist n.k. sunnudag:

„Golf like measles should be caught young, for if postponed to riper years, the result may be serious.“

„Golf er eins og mislingar, það ætti að fá þá ungur því ef frestast að fá þá þar til á eldri árum, getur lokaniðurstaðan orðið alvarleg.“

Svona segir í upphafi 3. sögu The Clicking of Cutbert þ.e. Klikkun Cuthberts, sem ber heitið „Þrjú ólík í holli.“  Elsti félaginn leggur út frá ofangreindri setningu til þess að segja okkur 3. söguna í bókinni, söguna um Mortimer Sturgis.

Mortimer Sturgis var efnamaður og hann jók auðinn af og til með ferðum á hlutabréfamarkaðinn. Þó hann væri 38 ára og spilaði ekki golf hafði ævi hans ekki verið illa varið. Hann var liðtækur í tennis og söng með fallegu barítón rödd sinni á góðgerðarsamkomum. Hann hafði enga sérstaka galla en var ekki sérlega hetjulegur heldur. Hann safnaði postulínsvösum og var trúlofaður Betty Weston, 25 ára.  Betty var fullkomlega ánægð með Mortimer sinn, sem kom mörgum á óvart því elsti félaginn taldi Betty þarfnast manns sem hún liti upp til og Mortimer var ekki kandídat í það.

Allt í einu birtistl Eddie Denton á sjónarsviðinu … og allt breyttist.  Hann VAR besti vinur Mortimer, landkönnuður og nýkominn heim til Englands frá Mið-Afríku. Betty gat ekki leynt hversu heilluð hún var af honum, enda sagði Edie skemmtilegar og ævintýralegar sögur m.a. af krókódílum og öðrum slíkum framandi lífverum, m.a. einni sem hefði bitið hann og Walla Walla í Austur-Úganda. Elsti félaginn sá að það væri að ekki væri nema tímaspursmál þegar hinn veraldavani ævintýramaður væri búinn að vefja Betty um fingur sér.

Og svo kom sem koma varð að Betty trúði Elsta félaganum frá því í tárum að hún elskaði Edie Denton; þau hefðu kysstst. Hún vildi ráð til þess að Mortimer myndi rjúfa trúlofunina sjálfur; en bæði töldu litlar líkur á því – Betty hafði m.a. brotið einn uppáhaldspostulínsvasann hans og hann sagði að það skipti engu máli….

og Mortimer hafði m.a. sjálfur komið til elsta félagans áður til þess að biðja hann að taka sig í golftíma, hann ætlaði að koma Betty á óvart á afmælinu hennar, þó að hann þyldi ekki golf.

Betty og elsti félaginn leggja á ráðin að reyna að gera Betty svo ókræsilega í augum Mortimer að hann rjúfi trúlofunina; þau velta mörgum möguleikum upp, að hún gangi í svefni, sé drykkjukona, á eiturlyfjum og detta síðan niður á þá frábæru hugmynd að hún sé stelsjúk – elsti félaginn eigi að segja Mortimer að Betty hafi stolið munum frá sér.

Og tækifærið gefst stuttu síðar í golftíma þar sem elsti félaginn tekur Mortimer í golftíma.  Lýsingin m.a. á því þegar Mortimer er að ergja sig á því að hafa aðeins slegið boltann um 15 cm af teig.  „Hvað gerðist eiginlega?“ spyr Mortimer örvinglaður. Svar elsta félagans er ekki síður sniðugt (vegna þess að það er einskonar dejavu og er svo eflaust um alla sem hugsa tilbaka til fyrstu skiptana sem gerð var tilraun til að slá golfkúlu).

„Your stance was wrong, your grip was wrong and you moved your head and swayed your body and took your eye of the ball and pressed and forgot to use your wrists and swung back to fast and let your hands get ahead of your club and lost your balance and omitted to pivot on the ball of the left foot and bent your right knee.“ (Lausleg þýðing: Staða þín var röng, gripið var rangt, þú hreyfðir höfuðið og sveigðir líkamann og horfðir ekki á boltann, notaðir of mikinn þrýsting, gleymdir að nota úlnliðina, sveiflaðir of hratt aftur í baksveiflunni, hendur þínar fór fram úr kylfunni, þú misstir jafnvægið og hafði boltann ekki innan við vinstri fótinn og beygðir hægra hnéð.“

Elsti félaginn sagði að í hverjum golftíma kæmi að þeim punkti í lífi golfnemans sem hann færðist frá þeim punkti að vera sá sem kynni ekki golf að …. kylfingi og sá punktur væri nákvæmlega þegar viðkomandi nemi næði góðu drævi.  Mortimer reyndi í 90 mínútur að slá allskyns vísindaleg og ekki svo vísindaleg afbrigði  af drævum og loks í lok tímans tókst eitt.

Aðeins mínútum áður hafði hann litið á blöðrum stráða hendi sína og sagt: „It´s no good. I shall never learn this beast of a game. And I don´t want to either. It´s only fit for lunatics. Where is the sense in it? Hitting a rotten little ball with a stick!“ (Þetta er ekki til neins. Ég mun aldrei læra þennan kvikindislega leik. Og ég vil það ekki heldur. Hann er bara fyrir brjálæðinga. Og hvar er skynsemin í þessu? Að slá lítinn, rotinn bolta með priki!“)

Þegar hann síðan sló 100 yarda (91 metra) þráðbeint niður eftir iðagrænni brautinni varð hann lítið en ekki hissa. Elsti félaginn var orðinn óþolinmóður og vildi hætta en nú vildi Mortimer endilega vera áfram á golfvellinum…. hvernig hafði hann farið að þessu? Hann varð að komast að því.

Hann geislaði allur. „What a great idea it was, my taking up golf!!!“ And what a corking game it is. Nothing like it in the world.“ (Lausleg þýðing: Þvílík frábær hugmynd að byrja í golf!!!!  Og hversu X leikur þetta er. Það jafnast ekkert á við hann í heiminum.“)

Elsti félaginn notaði tækifærið til að segja Mortimer að heitkona hans væri stelsjúk …. en tilraun hans mistókst hrapalega…. Mortimer svo glaður eftir 1. lukkaða drævið sitt sagði að það að Betty væri stelsjúk myndi aðeins færa þau nær hvort öðru.

Elsti félaginn gat ekki annað en dáðst að Mortimer….hann hafði sannað að hann væri gull af manni.

Frá þessum punkti sagði elsti félaginn sannaði Mortimer það sem lagt var upp með í upphafi um hættur þess að byrja seint á ævinni í golfi.  „A life-time of observing my fellow creatures has convinced me that Nature intended us all to be golfers. In every human being the germ of golf is implanted at birth and surpression causes it to grow and grow till – may it be at forty, fifty, sixty – it suddenly bursts its bonds and sweeps over the victim lika a tidal wave. The wise man who begins at childhood is enabled to let the poison exude gradually from his system with no harmful results….“ (Lausleg þýðing: Það að hafa fylgst með samferðamönnum mínum hefir sannfært mig um að Náttúran ætlaði okkur öllum að verða kylfingar. Í sérhverri mannveru er golffræ við fæðingu og að bæla það veldur að það vex og vex þar til á fimmtugs, sextugs eða sjötugsaldri þegar það springur úr viðjum sínum og hellist yfir fórnarlamb sitt eins og risaflóðbylgja. Vitur maður byrjar að spila á barnsaldri og leyfir eitrinu því að renna úr kerfinu hægt og sígandi án skaðlegra áhrifa…“)

En maður eins og Mortimer Sturgis sem átti að baki 38 ár án golfs … það var sem jörðinni væri svipt undir fótum hans. Hann kunni sér ekki hóf. Mortimer Sturgis hellti sér í einskonar golforgíu, sem átti sér enga líka.

Tveimur dögum eftir að hann náði fyrsta drævinu var hann búinn að viða að sér svo mörgum golfkylfum að hann hefði getað opnað golfverslun. Á sunnudögum þegar engin golfverslun var opin slæptist hann um eins og draugur eða týndur andi.  Hann hringdi m.a. í elsta félagann og sagðist hafa fundið lausn á pútterum – hann ætlaði sér í framtíðinni að nota krokkett kylfu í framtíðinni – hann muldraði gremjulega þegar elsti félaginn upplýsti hann um að þær kylfur væru ólöglegar í golfi.  Mortimer viðaði að sér golfbókum á sama hraða og golfkylfum – hann átti orðið heilt bókasafn og var áskrifandi að öllum golftímaritum.

Og Betty… hún sá framtíð sína fyrir sér sem golfekkja fjarri manninum sem hún elskaði…. Eddie Denton. Þrátt fyrir öll afrek Mortimer á golfvellinum, í golfi sem hann tók upp hennar vegna fann hún ekki fyrir neinni sterkari tilfinningu í hans garð en virðingu.  Elsti félaginn, Eddie og Betty töluðu oft um skrítna þráhyggju Mortimer. Eddie fannst þetta svipa til skrítins sjúkdóms sem hann hafði fyrirfundið í Afríku  þ.e. mongo-mongo.

Næst segir frá því þegar elsti félaginn finnur Mortimer hálfskælandi á golfi klúbbhússins. Nú er komið að þvi hugsaði hann sorgmæddur – Betty hefir slitið trúlofuninni … en nei Mortimer var bara á gólfi klúbbhússins að leita að golfbolta sem hann hafði slegið inn um gluggann en þetta var ekta Silver King golfbolti með stöfum Mortimer á.  Elsti félaganum létti, nú þetta var þá ekkert annað en brotinn gluggi og boltinn fannst í flyglinum. Nú vildi Mortimer fá að vita með kvíða hvort hann yrði að spila honum þar sem hann lægi, hverjar væru eiginlega reglurnar þegar svona stæði á?

Í því birtist Betty reið því Mortimer var að spila golf á sama tíma og hann hafði lofað að fara í bíltúr með henni. „Golf!“ æpti hún „mér verður bara illt við að heyra minnst á orðið.“

Mortimer kipptist við „þú mátt ekki láta svona út úr þér.“  Betty sagðist ætla að gefa honum einn séns „Ætlar þú að fara í bíltúr með mér í kvöld?“ „Ég get það ekki“ var svar Mortimer hann YRÐI að spila golf. „Ég er þreytt á því að vera vanrækt svona,“ sagði Betty og stappaði niður fætinum.  „Af hverju býður þú mér aldrei út að dansa?“ Mortimer varð tómur á svipinn. „Ég kann ekkert að dansa!“

„Nú Mortimer þú verður að velja á milli mín og golfs“ sagði Betty.  „En elskan ég spilaði hring upp á 101 í gær, þú getur ekki ætlast til að ég hætti nú!“

„Allt í lagi – trúlofuninni er slitið.“  „Ekki hætta með mér“ þrábað Mortimer, með röddu sem skar elsta félagann í hjartað.  En Betty var föst fyrir. „Hér er hringurinn“ sagði hún og skellti honum á borðið.

Aumingja Mortimer hann hafði sér framtíðina fyrir sér með Betty í ruggustólnum að sauma út meðan heilt fótboltalið af strákunum þeirra lék sér á stofugólfinu.  En hann náði sér fljótt. Úff þeir hefðu jú allir geta orðið tennisspilarar.

Það er lítið annað að segja en að Betty og Eddie giftust. Mortimer náði loks forgjöfinni niður í 18 og sendi þeim brúðkaupsgjöf: 12 Silver King golfbolta og einn Sturgis púttara, sem hann hafði þá orðið einkaleyfi á.