Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 07:00

PGA: Moore á 61 á Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open – hápunktar og högg 1. dags

Ryan Moore náði e.t.v. ekki að komast í lið Bandaríkjamanna í Ryder bikarnum en hann sýndi hversu mikill klassakylfingur hann er í Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open.

Hann hóf leik í gær á 10 undir pari, 61 höggi höggi á TPC Summerlin í Las Vegas.

Moore er með 1 höggs forystu á Brendon de Jonge frá  Zimbabwe meðan Tim Herron og John Huh deila 3. sæti á 8 undir pari, hvor.  Eftir 1. hring sagði Moore m.a. að hann hefði bara verið að slá vel.

Chris Kirk, Justin Leonard og Jonas Blixt eru síðan í 5. sæti á 7 undir pari, hver og Vijay Singh frá Fidji er í hóp kylfinga sem búnir eru að spila á samtals 5 undir pari, en þeirra á meðal er líka Russell Knox, frá Skotlandi

Fyrirliði Bandaríkjamanna í Ryder Cup , Davis Love III spilaði einnig undir pari, en hann var á 3 undir pari ásamt  Gary Christian frá Englandi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Justin Tmberlake Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: 

Högg dagsins átti fyrirliði Bandaríkjamanna í Ryder bikarnum, Davis Love III sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: Sky Sports