Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 14:45

Íslenska karlalandsliðið í 25. sæti eftir 1. dag í Tyrklandi – Axel á besta skorinu 69 höggum!!!

Íslenska karlalandsliðið, skipað þeim Axel Bóassyni, GK, Haraldi Franklín Magnús, GR og Rúnari Arnórssyni, GK spilaði fyrsta hring á heimsmeistaramóti áhugamanna í dag, í Antalya í Tyrklandi. Keppendur eru 215 frá 72 þátttökuþjóðum.

Íslenska karlalandsliðið ásamt liðsstjóra. F.v.: Ragnar Ólafsson, Rúnar Arnórsson, Axel Bóasson, Haraldur Franklín Magnús. Mynd.: golf.is

Axel Bóasson spilaði best Íslendinganna, kom í hús á 2 undir pari, 69 höggum, en á hringnum fékk Axel fjóra fugla og tvo skolla. Axel deilir 24. sætinu í einstaklingskeppninni.

Haraldur Franklín Magnús byrjar keppnina á 4 yfir pari, 75 höggum og deilir 99. sætinu. Rúnar var á 5 yfir pari, 76 höggum og deilir 113. sætinu. Tvö bestu skor hvers liðs telja og er lið Íslands á samtals 144 höggum í liðakeppninni, en í efsta sæti eftir 1. dag er lið Bandaríkjanna á samtals 131 höggi (64 67).

Golf 1 óskar þeim Axel, Haraldi Franklín og Rúnari góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á heimsmóti áhugamanna SMELLIÐ HÉR: