Paul Lawrie gagnrýnir bandaríska áhangendur í Ryder bikarnum í Medinah
Golf er heiðursmannsíþrótt. Það er í lagi að vera kappsamur … en allt kapp er best í hófi. Golf 1 greindi frá því í frétt í gær að rannsókn stæði yfir á þeim ókvæðisorðum, sem keppendur liðs Evrópu í Ryder bikarnum og kærestur þeirra hefðu orðið að þola í Medinah í Chicago meðan á Ryder bikars keppninni stóð. Þetta setur ljótan blett á keppnina, sem þó var vandað svo til í alla staði. Nú hefir Skotinn Paul Lawrie tjáð sig um ofangreint, en hann flaug með sjálfan Ryder bikarinn til Gleneagles í gær (sjá má myndir frá komu Lawrie til Gleneagles með Ryder bikarinn, með því að SMELLA HÉR:). Fertugasta Lesa meira
Nicolas Colsaerts fær undanþágu til að spila á PGA
Belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts er nálægt því að verða fullgildur félagi á PGA Tour með full keppnisréttindi nær en forsvarsmenn mótaraðarinnar héldu í fyrstu. Leið Colsaerts á mótaröðina er ekki hefðbundin – hann þarf ekkert að fara í gegnum einhver leiðindaúrtökumót. Colsaerts fékk undanþágu til þess að spila á Frys.com Open mótinu. Sem sérstakur tímabundinn meðlimur gæti hann hlotið kortið sitt og þar með full keppnisréttindi ef hann verður í 125. sæti eða ofar á peningalistanum í lok árs. Á þriðjudaginn sagði talsmaður Mótaraðarinnar að Colsaerts hefði unnið sér inn $494,386, sem er aðeins $100,000 frá 125. sætinu. Í gær leiðrétti PGA mótaröðin fyrri útreikninga, sagði að gleymst hefði að reikna verðlaunafé Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi varð í 10. sæti á Myrtle Beach Intercollegiate
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders, þ.e. golflið Belmont Abbey, kepptu á Myrtle Beach Intercollegiate í Suður-Karólínu, dagana 1. -2. október, þ.e. mótinu lauk í gær. Myrtle Beach mótið var stórt og voru 3 Íslendingar staddir á því Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG, sem náði þeim glæsilega árangri að verða í 3. sæti auk þess sem lið hennar St. Leo varð í 1. sæti og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem var þar með The Royals, golfliði The Univeristy of Queens, Charlotte. Keppt var bæði í karla og kvennaflokki og því var einnig staddur þar Arnór Ingi, GR, með golfliði Belmont Abbey, The Crusaders. Arnór Ingi lék á samtals 139 höggum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Fred Couples – 3. október 2012
Afmæliskylfingur dagsins Fred Couples. Hann er fyrirliði Bandaríkjanna í forsetabikarnum, sem Bandaríkjamenn reyna nú að einbeita sér að eftir tapið í Rydernum. Fred hefir verið í fréttum nú nýverið vegna þess að hann bauð Jack Nicklaus stöðu aðstoðarfyrirliða, sem Nicklaus afþakkaði. Fred er fæddur 3. október 1959 og því 53 ára í dag. Couples gerðist atvinnumaður í golfi 1980 og hefir unnið í 55 mótum þ.á.m. 15 á PGA Tour og þ.á.m. 1 risamót fyrir nákvæmlega 20 árum, þ.e. the Masters 1992. Hann hefir löngum verið uppáhald golfaðdáenda um allan heim. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Wagner, 3. október 1959 (53 ára); Matthew Southgate, 3. Lesa meira
Axel, Haraldur Franklín og Rúnar hefja keppni á HM áhugamanna í Tyrklandi á morgun
Íslenska karlalandsliðið í golfi sem skipað er þeim Axel Bóassyni GK, Haraldi Franklín Magnús GR og Rúnari Arnórssyni GK munu hefja leik á morgun á HM áhugamanna, mótið fer fram í Antalya í Tyrklandi. Á heimsmeistaramótinu (ensk. World Amateur Team Championships) er leikið um hinn eftirsóttu bikara, Einsenhower Trophy. Núverandi heimsmeistarar eru lið Frakklands, en mótið fór síðast fram í Argentínu 2010. Heimsmeistaramót áhugamanna, er liðakeppni þar sem hver þjóð sendir þrjá kylfinga til leik. Leiknar eru 72 holur eða fjórir 18 holu hringir og telja tvö bestu skorin eftir hvern hring, alls eru 72 þjóðir til leiks í karlaflokki. Um Eisenhower Trohpy sem er heitið á karlabikarnum er leikið Lesa meira
Ólafur Björn á 73 og Ólafur Már á 79 á Frilford úrtökumótinu eftir 2. dag
Ólafur Björn Loftsson, NK og Ólafur Már Sigurðsson, GR, spiluðu í dag 2. hring á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Leikið er á golfvelli Frilford Heath golfklúbbsins í Frilford, Abingdon, í Oxfordshire og má sjá heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Ólafur Björn spilaði í dag á 73 höggum og er því samtals búinn að spila á 150 höggum (77 73). Ólafur Már bætti sig líka í dag, lék á 79 höggum og er samtals búinn að spila á 162 höggum (83 79). Golf 1 óskar þeim Ólafi Má og Ólafi Birni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk Ólafsdóttir varð í 3. sæti á Myrtle Beach Intercollegiate og St. Leo í 1. sæti!!!
Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og golflið St. Leo og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals golflið, the University of Queens in Charlotte spiluðu Myrtle Beach Invitational, á Sunset Beach í Norður-Karólínu. Mótið stóð dagana 1.-2. október 2012, þ.e. lauk í gær. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Ragna Björk spilaði á glæsilegum 148 höggum (73 75) og deildi 3. sæti í mótinu. Hún var á 2.-3. besta skorinu í liði sínu; en liðsfélagi Rögnu Bjarkar, Laura Huertas var líka í 3. sæti. Golflið St. Leo varð í 1. sæti af 15 háskólum, sem þátt tóku. Glæsilegt!!! Næsta mót Rögnu Bjarkar verður á heimavelli þ.e. St. Leo Invitational Lesa meira
LEK: Ásgerður Sverris, Rúnar Svanholt og Bogi Nilson sigruðu á síðasta viðmiðunarmóti LEK
Laugardaginn s.l. 29. september 2012 fór fram síðasta viðmiðunarmót LEK 2012, á Garðavelli, á Akranesi. Þátttakendur voru 76. Allir voru ræstir út kl. 11 vegna næturfrosts. Það var frekar kalt þegar kylfingar hófu leik, flatir m.a. frosnar, en þó logn. Eftir því sem leið á daginn hlýnaði þó aðeins. Sjá má stöðuna í stigakeppnum LEK að lokinni keppni í MP-banka viðmiðunarmótum LEK 2012/v. 2013 með því að SMELLA HÉR: Helstu úrslit í síðasta viðmiðunarmóti LEK 2012 voru eftirfarandi: Konur 50+: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur 1 Ásgerður Sverrisdóttir GR 3 F 38 39 77 5 77 77 5 2 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna varð í 17. sæti á Starmount Forest mótinu
Sunna Víðisdóttir, GR og Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG, tóku nú um helgina þátt í Starmount Forest mótinu í Norður-Karólínu. Gestgjafi var háskóli Berglindar. University of North Carolina, Greensboro. Þátttakendur voru 89 frá 16 háskólum. Sunna lauk keppni í 17. sæti ásamt einni annarri; stóð sig langbest að golfliði Elon. Hún spilaði á samtals á 10 yfir pari, 223 höggum (73 73 77). Elon, háskóli Sunnu varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sunna spilar næst í Lady Pirate Invitational í Greenville, Norður-Karólínu, 8.-9. október 2012. Berglind spilaði á samtals 19 yfir pari, 232 höggum (82 75 76). Berglind deildi 48. sæti með 3 öðrum kylfingum. Lið Berglindar, UNCG, Lesa meira
Ryder Cup 2012: Rannsókn á ókvæðisorðum hreytt í lið Evrópu og kærestur þeirra í Medinah stendur yfir
Yfirmenn Ryder Cup eru að rannsaka meint ókvæðisorð sem beint var að evrópsku leikmönnunum í Ryder bikarnum og kærestum þeirra þ.á.m. kærestu Graeme McDowell, Kristin Stape. Kristin er bandarísk og var ein þeirra sem urðu fyrir verulegu aðkasti bandarískra aðdáenda í lokaleiknum á föstudeginum, þar sem léku Nicolas Colsaerts og Lee Westwood annars vegar og Tiger Woods og Steve Stricker, hins vegar. Eðli ókvæðisorðanna sem ausið var yfir betri helming G-Mac er óþekkt en parið var það sem hló síðast þegar Evrópa fyrir kraftaverk vann mótið og stakk þar með upp í háværa aðdáendur bandaríska liðsins. G-Mac hefir verið verið að deita innanhúshönnuðinn, Kristin Stapes í yfir ár, jafnvel og hann Lesa meira







