Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 17:00

LET: Stacey Keating í 1. sæti á Lacoste mótinu eftir 1. dag – var á 62 glæsihöggum!!!

Það er ástralska stúlkan Stacey Keating, sem tekið hefir forystuna á Lacoste Ladies Open de France, sem hófst  á golfvelli Chantaco Golf Club í Saint-Jean-de-Luz, í Aquitaine, í Frakklandi. Keating skilaði sér í hús á 8 undir pari, 62 glæsihöggum. Hún fékk 9 fugla og 1 skolla á par-70 golfvellinum.

Í 2. sæti eru heimakonurnar Virginie Lagoutte-Clement og Sophie Giquel-Bettan, Lydía Hall frá Wales og spænski stórkylfingurinn Azahara Muñoz. Þær spiluðu á 4 undir pari, 66 höggum.

Lorena Ochoa, sem er ekki í neinu spilaformi vegna langrar fjarveru frá keppnisgolfi var á 1 undir pari, 69 höggum í dag. Þessi mexíkanska fyrrum nr. 1 í heimi kvennagolfsins  deilir 17. sæti ásamt nokkrum öðrum, sem er frábær árangur!!! Það verður spennandi að fylgjast með henni um helgina.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: