Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Einarsdóttir – Ægir Örn Ólason og Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír, en allir eiga þeir stórafmæli. Þetta eru þau Þórunn Einarsdóttir, Ægir Örn Ólason og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Þórunn er fædd 8. október 1937 og á því 75 ára merkisafmæli í dag; Ægir Örn Ólason fæddist 8. október 1972 og er því 40 ára í dag og Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og er því 20 ára í dag. Komast má á facebooksíður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan: Þórunn Einarsdóttir (75 ára) Ægir Örn Ólason (40 ára) Guðmundur Ágúst Kristjánsson (20 ára) Aðrir frægir kylfingar eru: Margaret Curtis, f. 8. október 1883- d. 24. desember 1965; Thomas Dickson „Tommy“ Armour Lesa meira
The Clicking of Cuthbert 4. saga: Sundruð hjörtu
„I play in the winter. You get the course to yourself, for the world is full of slackers who only turn out when the weather suits them. I cannot understand how they get the nerve to call themselves golfers.“ (Lausleg þýðing: „Ég spila á veturna. Maður hefir völlinn fyrir sjálfan sig því heimurinn er fullur af slæpingjum sem koma bara þegar veðrið hentar þeim. Ég get ekki skilið hvernig þeir dirfast að kalla sig kylfinga.“ Þannig hefst 4. sagan í Clicking of Cuthbert þegar ungur maður í tweed-fötum kemur beinfrosinn inn í klúbbhúsið eftir golfhring í desember þegar snjór er yfir öllu, pantar sér heitan drykk og sest niður hjá Lesa meira
PGA: Ryan Moore sigraði á JT Shriners Hospitals for Children Open – hápunktar og högg 4. dags
Það var Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore sem sigraði á TPC Summerlin golfvellinum í Las Vegas í gærkvöldi. Ryan Morre sem lék á samtals 24 undir pari, 260 höggum (61 68 65 66). „Nokkrir síðustu dagar voru erfiðir,“ sagði Moore, sem hér áður var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði golf með University of Las Vegas og býr í Las Vegas og þekkir TPC Summerlin út og inn. „Við Brendon voru hnífjafnir og hann var að spila frábært golf. Ég náði fugli einhver staðar á leiðinni þegar það skipti máli og náði að fara fram úr honum í lokinn.“ Í 2. sæti, 1 höggi á eftir varð Brendon de Jonge frá Zimbabwe á 23 Lesa meira
Evróputúrinn: Fjórði sigur Grace í höfn í ár!
Branden Grace frá Suður-Afríku sigraði á Dunhill Links Championship í dag. Spilað var á 3 golfvöllum í Skotlandi: St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns. Þetta er 4 sigur nýliðans Grace á Evrópumótaröðinni í ár en hann hefir áður sigrað á Joburg Open, 15. janúar 2012; Volvo Golf Champions 22. janúar og Volvo China Open 22. apríl 2012. Grace spilaði á samtals 22 undir pari, 266 höggum (60 67 69 70). Hann hlaut í verðlaunafé € 617,284 (sem eru u.þ.b. 97,5 milljónir íslenskra króna). Í 2. sæti varð Daninn Thorbjörn Olesen 2 höggum á eftir Grace á samtals 20 undir pari, 268 höggum (63 69 66 66). Sjá má nýlega umfjöllun Golf 1 um Lesa meira
Einar Haukur varð í 25. sæti í úrtökumóti fyrir Nordea-mótaröðina í Svíþjóð
Einar Haukur Óskarsson, GK, tók þátt í úrtökumóti fyrir Nordea-mótaröðina í Svíþjóð, nú um helgina. Úrtökumótin fyrir Nordea mótaröðina voru 4 að þessu sinni og var spilað á Elisefarm, Rönnebäck, Ljunghusens GK og í Ystad. Einar Haukur tók þátt í Rönnebäck úrtökumótinu þar sem þáttakendur voru 51. Einar Haukur var á samtals 7 yfir pari , 223 höggum (78 74 71). Einar Haukur varð í 25. sæti og hlaut því miður ekki fullan keppnisrétt á mótaröðinni að þessu sinni. Til þess að sjá úrslitin úr Rönnebäck úrtökumótinu fyrir Nordea mótaröðina SMELLIÐ HÉR:
LET: Stacey Keating sigraði á Lacoste mótinu í Frakklandi
Ástralska stúlkan Stacey Keating sigraði í dag á Lacoste Ladies Open de France í Chantaco Golf Club, Saint-Jean-de-Luz, Aquitaine, Frakklandi. Keating lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (62 71 69 64). Hún átti 1 högg á Díönu Luna, sem búin var að leiða mestallt mótið, en fyrir lokahringinn átti Díana 3 högg á Stacey. Þetta er 2. sigur Keating á aðeins 3 vikum og aðeins mánuði eftir að Keating var vísað úr móti á Opna breska kvennamótinu (lesa má um það nánar á heimasíðu Stacey sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Keating fékk sigurbikarinn og koss frá José María Olazábal, fyrirliða Ryder bikarsins í ár. Díana Luna frá Ítalíu varð í Lesa meira
Íslenska karlalandsliðið í 27. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna – Rúnar spilaði best lokahringinn
Í dag lauk heimsmeistaramóti áhugamanna í Antalya, í Tyrklandi. Íslenska karlalandsliðið lauk keppni á samtals 430 höggum og varð í 27. sæti ásamt liði Chile, Dana, Slóvaka og Íra, af 72 þátttökuþjóðum. Bandaríkjamenn unnu liðakeppnina á samtals 404 höggum og er Eisenhower Trophy því á leið til Bandaríkjanna. Axel Bóasson, GK, var á lægsta heildarskori í íslenska landsliðinu spilaði á samtals 214 höggum (69 74 71) og varð í 39. sæti í einstaklingskeppninni af 225 keppendum, sem er stórglæsilegur árangur. Haraldur Franklín Magnús, GR, lék á samtals 220 höggum (74 71 75) og varð í 81. sæti og Rúnar, GK, sem var á lægsta skori liðsins í dag, 70 glæsihöggum, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2012
Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 14 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis. Fannar Ingi spilaði á Unglingamótaröð Arion banka s.l. sumar með góðum árangri. Hann varð í 2. sæti á 1. mótinu á Garðavelli, Akranesi og í 4. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli. Strax í kjölfar mótsins á Þverárvelli hélt Fannar Ingi til Skotlands, á mót US Kids, en hann hefir keppt nokkuð erlendis í þeim mótum. Þar varð hann í 21. sæti þ.e. ofarlega fyrir miðju en þátttakendur voru 46 og það strax eftir 2. mót Unglingamótaraðar Arionbanka. Fannar Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ryo Ishikawa?
Ryo Ishikawa (á japönsku: 石川 遼 Ishikawa Ryo) fæddist 17. september 1991 í Matsubushi, Saitama, Japan og er því nýorðinn 21 árs. Ryo er líka kallaður „Hanikami Ōji“ (þ.e. feimni prinsinn), í heimalandi sínu Japan. Áhugamannsferill Ryo Þann 20. maí 2007 varð Ishikawa yngstur til að sigra á almennu móti á japanska PGA þegar hann sigraði á the Munsingwear Open KSB Cup aðeins 15 ára og 8 mánaða. Hann keppti sem áhugmaður og þetta var fyrsta mótið sem hann tók þátt í á japanska PGA. Hann átti 1 högg á hæst rankaða japanska kylfing þess tíma, Katumasa Miyamoto. Sá sem var efstur á heimslistanum og tók þátt í mótinu var Toru Taniguchi, sem varð Lesa meira
PGA: Hápunktar og högg 3. dags á JT Shriners Hospitals for Children Open
Það eru þeir Jonas Blixt frá Svíþjóð, Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore og Brendan de Jonge frá Zimbabwe, sem leiða eftir 3. dag Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open, sem fram fer á TPC Summerlin golfvellinum í Las Vegas. Það er mjög líklegt að það verði einhver af þeim 3 sem stendur uppi sem sigurvegari í kvöld því allir eru þeir búnir að spila á samtals 19 undir pari og hafa 5 högga forystu á þá sem næstir koma. Blixt og de Jonge héldu blaðamannafund eftir 3. hring, en myndskeið af broti þess fundar má sjá með því að SMELLA HÉR: Myndskeið frá blaðamannafundinum með Ryan Moore má sjá með því að Lesa meira










