Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 17:55

Einar Haukur varð í 25. sæti í úrtökumóti fyrir Nordea-mótaröðina í Svíþjóð

Einar Haukur Óskarsson, GK, tók þátt í  úrtökumóti fyrir  Nordea-mótaröðina í Svíþjóð, nú um helgina.  Úrtökumótin fyrir Nordea mótaröðina voru 4 að þessu sinni og var spilað á Elisefarm, Rönnebäck, Ljunghusens GK og í Ystad.

Einar Haukur tók þátt í Rönnebäck úrtökumótinu þar sem þáttakendur voru 51. Einar Haukur var á samtals 7 yfir pari , 223 höggum (78 74  71).

Einar Haukur varð í 25. sæti og hlaut því miður ekki fullan keppnisrétt á mótaröðinni að þessu sinni.

Til þess að sjá úrslitin úr Rönnebäck úrtökumótinu fyrir Nordea mótaröðina SMELLIÐ HÉR: