Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 06:50

PGA: Ryan Moore sigraði á JT Shriners Hospitals for Children Open – hápunktar og högg 4. dags

Það var Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore sem sigraði á TPC Summerlin golfvellinum í Las Vegas í gærkvöldi.

Ryan Morre sem lék á samtals 24 undir pari, 260 höggum (61 68 65 66).  „Nokkrir síðustu dagar voru erfiðir,“ sagði Moore, sem hér áður var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði golf með University of Las Vegas og býr í Las Vegas og þekkir TPC Summerlin út og inn. „Við Brendon voru hnífjafnir og hann var að spila frábært golf.  Ég náði fugli einhver staðar á leiðinni þegar það skipti máli og náði að fara fram úr honum í lokinn.“

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir varð Brendon de Jonge frá Zimbabwe á 23 undir pari, 261 högg (62 66 66  67).  Í 3. sæti varð Svíinn Jonas Blixt á 20 undir pari, 264 höggum (64 66 66 70).

Nokkru á eftir (18 undir pari) í 4. sæti varð síðan Ástralinn Jason Day og í 5. sæti (15 undir pari) varð Bill Lunde frá Bandaríkjunum.

Til þess að sjá úrslitin á Justin Timberlake Shrines Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:

þess að sjá hápunkta 4. dags á Justin Timberlake Shrines Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Justin Timberlake Shrines Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: