Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 15:00

LET: Stacey Keating sigraði á Lacoste mótinu í Frakklandi

Ástralska stúlkan Stacey Keating sigraði í dag á Lacoste Ladies Open de France í Chantaco Golf Club, Saint-Jean-de-Luz, Aquitaine, Frakklandi.

Keating lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (62 71 69 64). Hún átti 1 högg á Díönu Luna, sem búin var að leiða mestallt mótið, en fyrir lokahringinn átti Díana 3 högg á Stacey. Þetta er 2. sigur Keating á aðeins 3 vikum og aðeins mánuði eftir að Keating var vísað úr móti á Opna breska kvennamótinu (lesa má um það nánar á heimasíðu Stacey sem komast má á með því að  SMELLA HÉR: 

Keating fékk sigurbikarinn og koss frá José María Olazábal, fyrirliða Ryder bikarsins í ár.

Díana Luna frá Ítalíu varð í 2. sæti;  spilaði á samtals 13 undir pari, 167 höggum (67 64 68 68). Í 3. sæti urðu Hannah Jun frá Bandaríkjunum og hin spænska Azahara Muñoz.

Lorena Ochoa lék lokahringinn á 70 höggum og lauk leik T-22.

Til þess að sjá úrslitin á Lacoste Ladies Open de France SMELLIÐ HÉR: