Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2012
Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 14 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis.
Fannar Ingi spilaði á Unglingamótaröð Arion banka s.l. sumar með góðum árangri. Hann varð í 2. sæti á 1. mótinu á Garðavelli, Akranesi og í 4. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli.
Strax í kjölfar mótsins á Þverárvelli hélt Fannar Ingi til Skotlands, á mót US Kids, en hann hefir keppt nokkuð erlendis í þeim mótum. Þar varð hann í 21. sæti þ.e. ofarlega fyrir miðju en þátttakendur voru 46 og það strax eftir 2. mót Unglingamótaraðar Arionbanka.
Fannar Ingi varð síðan í 2.-3. sæti á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpúlfsstaðavelli.
Hann tók eftir það þátt í Finnish International Junior Championship í Vierumäki í Finnlandi og náði þeim glæsilega árangri að komast á verðlaunapall, lenti í 3. sæti af 54 keppendum í strákaflokki 14 ára og yngri.
Aðeins 13 ára varð Fannar Ingi síðan klúbbmeistari GHG, ekki í sínum aldursflokki heldur af öllum sem þátt tóku alls 50 manns.
Á Íslandsmótinu í höggleik í strákaflokki, sem fram fór í Kiðjaberginu varð Fannar Ingi síðan í 2. sæti.
Á Íslandsmótinu í holukeppni, 5. móti Unglingamótaraðar Arion banka, sem fram fór á Þorlákshafnarvelli varð Fannar Ingi í 2. sæti tapaði naumlega fyrir Atla Má Grétarssyni, GK á 19. holu.
Sjötta og síðasta mótið á Unglingamótaröð Arion banka 2012 fór fram á Urriðavelli og þar varð Fannar Ingi í 3.-4. sæti.
Fannar Ingi varð í 2. sæti á stigalista GSÍ í strákaflokki og var verðlaunaður í lokahófi Golfsambandsins í sl. mánuði.
Það er vert að geta þess að Fannar Ingi var yngsti þátttakandi á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, en spilað var á Grafarholtsvelli. Þetta var í fyrsta sinn sem Fannar Ingi spilaði á mótaröð hinna bestu á Íslandi og náði þar þeim stórglæsilega árangri að verða í 7.-8. sæti!!!
Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Fannar Inga með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024