Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2012

Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 14 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis.

Fannar Ingi spilaði á Unglingamótaröð Arion banka s.l. sumar með góðum árangri. Hann varð í 2. sæti á 1. mótinu á Garðavelli, Akranesi og í 4. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli.

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, varð í 2. sæti í flokki 14 ára og yngri á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012 á Garðavelli, Akranesi. Mynd: Golf 1

Strax í kjölfar mótsins á Þverárvelli hélt Fannar Ingi til Skotlands, á mót US Kids, en hann hefir keppt nokkuð erlendis í þeim mótum. Þar varð hann í 21. sæti þ.e. ofarlega fyrir miðju en þátttakendur voru 46 og það strax eftir 2. mót Unglingamótaraðar Arionbanka.

Fannar Ingi varð síðan í 2.-3. sæti á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpúlfsstaðavelli.

Fannar Ingi Steingrímsson (t.v.) varð í 2. sæti á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpúlfsstaðavelli. Mynd: Golf 1

Hann tók eftir það þátt í  Finnish International Junior Championship í Vierumäki í Finnlandi og náði þeim glæsilega árangri að komast á verðlaunapall, lenti í 3. sæti af 54 keppendum í strákaflokki 14 ára og yngri.

Aðeins 13 ára varð Fannar Ingi síðan klúbbmeistari GHG, ekki í sínum aldursflokki heldur af öllum sem þátt tóku alls 50 manns.

Fannar Ingi Steingrímsson, klúbbmeistari GHG 2012, aðeins 13 ára. Mynd: Steingrímur Ingason

Á Íslandsmótinu í höggleik í strákaflokki, sem fram fór í Kiðjaberginu varð Fannar Ingi síðan í 2. sæti.

Steingrímur Fannar Ingason (t.h.) í 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik 2012. Mynd: GKB

Á Íslandsmótinu í holukeppni, 5. móti Unglingamótaraðar Arion banka, sem fram fór á Þorlákshafnarvelli varð Fannar Ingi í 2. sæti tapaði naumlega fyrir Atla Má Grétarssyni, GK á 19. holu.

Fannar Ingi Steingrímsson (t.v.), í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í strákaflokki 2012. Mynd: gsimyndir.net

Sjötta og síðasta mótið á Unglingamótaröð Arion banka 2012 fór fram á Urriðavelli  og þar varð Fannar Ingi í 3.-4. sæti.

Sigurvegarar í lokamóti Unglingamótaraðar Arionbanka 2012: Fannar Ingi er annar frá vinstri. Mynd: Helga Björnsdóttir

Fannar Ingi varð í 2. sæti á stigalista GSÍ í strákaflokki og var verðlaunaður í lokahófi Golfsambandsins í sl. mánuði.

Það er vert að geta þess að Fannar Ingi var yngsti þátttakandi á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, en spilað var á Grafarholtsvelli. Þetta var í fyrsta sinn sem Fannar Ingi spilaði á mótaröð hinna bestu á Íslandi og náði þar þeim stórglæsilega árangri að verða í 7.-8. sæti!!!

Fyrsta skiptið á Eimskipsmótaröðinni: Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, ásamt föður sínum og kaddý Steingrími Ingasyni. Mynd: Golf 1

Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Fannar Inga með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan

Fannar Ingi Steingrímsson (Innilega til hamingju með daginn!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Peter Baker, 7. október 1967 (45 ára);  Jenny Shin, 7. október 1992 (20 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is