Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 13:00

Íslenska karlalandsliðið í 27. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna – Rúnar spilaði best lokahringinn

Í dag lauk heimsmeistaramóti áhugamanna í Antalya, í Tyrklandi.

Íslenska karlalandsliðið lauk keppni á samtals 430 höggum og varð í 27. sæti ásamt liði Chile, Dana, Slóvaka og Íra, af 72 þátttökuþjóðum.

Bandaríkjamenn unnu liðakeppnina á samtals 404 höggum og er Eisenhower Trophy því á leið til Bandaríkjanna.

Axel Bóasson, GK, var á lægsta heildarskori í íslenska landsliðinu spilaði á samtals 214 höggum (69 74 71) og varð í 39. sæti í einstaklingskeppninni af 225 keppendum, sem er stórglæsilegur árangur.

Haraldur Franklín Magnús, GR, lék á samtals 220 höggum (74 71 75) og varð í 81. sæti og Rúnar, GK, sem var á lægsta skori liðsins í dag, 70 glæsihöggum, lék samtals á 222 höggum (76 76 70) og varð í 99. sæti í einstaklingskeppninni.

Til þess að sjá úrslit á heimsmeistaramóti áhugamanna SMELLIÐ HÉR: