Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 08:55

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og San Francisco í 10. sæti á Edean Ihlanfeldt Inv. eftir 1. dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco taka þátt í Edean Ihlanfeldt Invitational í Sahalee Country Club,  í Sahalee, Sammamish, Washington.  Þátttakendur eru 83 frá 16 háskólum. Mótið stendur  8.-10. október.

Eygló Myrra lék á 6 yfir pari, 78 höggum og var á besta skori liðs síns. Hún deilir sem stendur 35. sætinu.

Golf 1 óskar Eygló Myrru góðs gengis!

Til þess að sjá stöðuna á Edean Ihlanfeldt Invitational eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: