Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Dustin Johnson? (Seinni grein af 2)

Hér verður fram haldið með að fara yfir það helsta í ferli Dustin Johnson, þessa frábæra bandaríska kylfings. Hann á þegar þetta er ritað að baki 2 sigra sem áhugamaður og 8 sem atvinnumaður í golfi. Áhugamannssigrar hans komu árið 2007 og voru eftirfarandi: Monroe Invitational og Northeast Amateur. Af 8 sigrum hans sem atvinnumaður eru 6 á PGA Tour: Árið 2008: Turning Stone Resort Championship, 5. október; Árið 2009: AT&T Pebble Beach National Pro-Am 15. febrúar; Árið 2010: AT&T Pebble Beach National Pro-Am, 14. febrúar; BMW Championship, 12. september; Árið 2011: The Barclays; 27. ágúst; Árið 2012: FedEx St. Jude Classic, 10. júní.

Eins hefir DJ sigrað á 2 mótum sem atvinnumaður utan PGA Tour: Árið 2010:  Wendy’s 3-Tour Challenge (ásamt Bubba Watson og Boo Weekley);   The Shark Shootout (með Ian Poulter),

Dustin Johnson

Hér í þessum seinni hluta samantektar um feril Dustin Johnson (DJ) verður farið yfir það helsta í ferli hans árið 2011 og 2012.

Árið 2011
Johnson tók þátt í einskonar sleggjukeppni þ.e.  the Long Drive Contest sem var til styrktar góðu málefni á Hyundai Tournament of Champions  í janúar 2011 ásamt hinum sleggjunum á PGA Tour, Bubba Watson og Robert Garrigus.

Í mars 2011, hóf DJ lokahring WGC-Cadillac Championship með tveggja högga forystu á hina í mótinu. Hann náði hins vegar aðeins að spila loka-hringinn upp á 1 undir pari, 71 höggi, og varð í 2. sæti á eftir sigurvegaranum, Nick Watney. DJ náði besta árangri sínum í risamóti í júlí 2011 á Opna breska í Englandi. Hann varð T-2 á Royal St George’s, ásamt landa sínum Phil Mickelson, þremur höggum á eftir sigurvegarnaum Darren Clarke. DJ spilaði fyrstu 3 hringina á  70-68-68 og var 1 höggi á eftir Clarke og mestallan sunnudaginn hélt DJ í hann og var á einum punkti enn aðeins 1 höggi á eftir. Allt fór hins vegar úr skorðum hjá DJ á par-5 14. braut þegar 2. höggið hans endaði utan vallarmarka og hann fékk skramba. Þar með féll DJ úr forystu og hann var 4 höggum á eftir Clarke þegar aðeins 4 holur voru eftir. Einn af hápunktum í viku DJ á Royal St George’s var á 1. hring en þar fór hann holu í höggi á par-3, 16. holunni. Þessi niðurstaða markaði þriðja skiptið sem DJ hafði verið í lokahollinu á sunnudegi á risamóti, á 3 risamótum þ.e. Opna bandaríska 2010; PGA Championship 2010 og Opna breska 2011. Vegna þessa góða árangurs, þ.e. 2. sætisins á Opna breska fór DJ í 7. sætið á heimslistanum, sem var það hæsta sem hann hafði komist á listanum og 3. besti bandaríski kylfingurinn á eftir Steve Stricker og Phil Mickelson.

Johnson vann 5. PGA Tour titil sinn á The Barclays árið 2011. Hann vann Matt Kuchar með 2 höggum. Þetta var annað 54 holu mótið á ferli hans sem hann vann, en hitt var AT&T Pebble Beach National Pro-Am, árið 2009. Mótið var stytt vegna hvirfilvindsins Irene. DJ lék á 66-63-65 og vann á 19 undir pari. Þetta var fyrsti sigur Johnson árið 2011 og hann komst í 19. sætið á FedEx Cup listanum. Þetta var líka 2 FedEx Cup umspilið sem hann vann, en hitt var  BMW Championship árð 2010. Með sigrinum náði hann nýjum hæðum á heimslistanum, 4. sætinu og var 2. hæst rankaði Bandaríkjamaðurinn á eftir Steve Stricker. Jafnvel þó hann hafi byrjað vel í umspilinu og verið í 1. sæti 1. vikuna, þá var hann ófær um að halda sínu striki í 3 næstu mótum umspilsins og var ekki með 20 efstu í neinum af  þeim og lauk keppni í 4. sæti á FedEx Cup stigalistanum.

Dustin Johnson og Nicolas Colsaerts í tvímenningnum á sunnudegi Ryder bikarskeppninnar.

Árið 2012
DJ hlaut bakmeiðsli á heimili sínu í mars og missti 2 mánuði af 2012 keppnistímabilinu, þ.m.t. 1 risamót ársins, the Masters. Hann sneri aftur til keppni seint í mái á the Memorial Tournament í Ohio, náði niðurskurði og varð T-19. Vikuna þar á eftir vann hann 6. mót sitt á PGA Tour, the FedEx St. Jude Classic í Memphis, Tennessee á TPC Southwind. golfvellinum. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska, var samtals á 9 yfir pari, það munaði 1 höggi að hann kæmist í gegnum niðurskurðinn. DJ var í Ryder bikarsliði og var einn af 3 Bandaríkjamönnum sem vann sinn leik í tvímenningum sunnudagsins gegn nýliðanum í liði Evrópu, Nicolas Colsaerts.