Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 15:15

Steve Williams að hugsa um að hætta

Steve Williams, kylfusveinn Adam Scott gaf í skyn við ný-sjálensku útvarpsstöðina Radio Live í morgun að hann hyggist hætta störfum í lok næsta árs.

Williams var einn frægasti kylfusveinn Tiger Woods og saman unnu þeir 13 risamótstitla saman.

Jafnfrægt er þegar Tiger rak Williams og þeim síðarnefnda sárnaði svo að hann var m.a. vændur um að hafa haft í frammi kynþáttafordóma við Tiger.

Síðan þá er gras gróið yfir málið og Williams starfar nú sem áður segir sem kylfusveinn Ástralans, Adam Scott.

Fyrir starfslok sagðist Williams ætla að reyna að fá Scott til þess að taka þátt í New Zealand Open.

Til þess að lesa upprunalegu fréttina SMELLIÐ HÉR: 

Byggt á frétt: www.3news.co.nz