8-manna Turkish World Finals með Tiger og Rory fer fram í Tyrklandi þrátt fyrir óeirðir
Nú í vikunni fer í fyrsta sinn fram Turkish World Finals mótið þar sem m.a. taka þátt Rory McIlroy og 14 faldur risamóts sigurvegari Tiger Woods. Skipuleggjendur sögðu fyrr í dag að mótið myndi fara fram þrátt fyrir óeirðir á svæðinu.
Tyrkneski herinn skaut m.a. yfir landamærin inn í Sýrland eftir að sprengju var varpað frá Sýrlandi á landamærabæinn Akcakale, allt til þess að undirstrika viðvaranir frá höfuðborginni Ankara um að öllum árásum á tyrkneskt landsvæði yrði svarað í sömu mynt.
Þetta er 5. dagurinn í röð sem Tyrkir svara fyrir sig þegar sprengjum frá Norður-Sýrlandi, þar sem sveitir forsetans Bashar al-Assad hafa verið að berjast við uppreisnarmenn, sem eiga landsvæði alveg við tyrknesku landamærin.
Skipuleggjendur þessa nýja móts, Turkish World Finals, þar sem verðlaunaféð er um $5.3 milljónir sögðu í viðtali að allir þátttakendur: Tiger Woods, Rory McIlroy, Lee Westwood, Hunter Mahan, Justin Rose, Matt Kuchar, Webb Simpson og Charl Schwartzel væru mættir á svæðið enda hefst mótið á morgun.
Leikmennirnir munu keppa um 1. sætið þar sem verðlaunin eru $1.5 milljón í Antalya Golf Club í Belek 9-12. október n.k.
Skipuleggjendur segja að mótið muni verða sjónvarpað í 50 löndum. Belek er á suðvesturströnd Tyrklands og ekki alveg í skotlínu á landamærunum við Sýrland.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024