Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 12:30

8-manna Turkish World Finals með Tiger og Rory fer fram í Tyrklandi þrátt fyrir óeirðir

Nú í vikunni fer í fyrsta sinn fram Turkish World Finals mótið þar sem m.a. taka þátt  Rory McIlroy og 14 faldur risamóts sigurvegari Tiger Woods.  Skipuleggjendur sögðu fyrr í dag að mótið myndi fara fram þrátt fyrir óeirðir á svæðinu.

Tyrkneski herinn skaut m.a. yfir landamærin inn í Sýrland eftir að sprengju var varpað frá Sýrlandi á landamærabæinn Akcakale, allt til þess að undirstrika viðvaranir frá höfuðborginni Ankara um að öllum árásum á tyrkneskt landsvæði yrði svarað í sömu mynt.

Þetta er 5. dagurinn í röð sem Tyrkir svara fyrir sig þegar sprengjum frá Norður-Sýrlandi, þar sem sveitir forsetans Bashar al-Assad hafa verið að berjast við uppreisnarmenn, sem eiga landsvæði alveg við tyrknesku landamærin.

Skipuleggjendur þessa nýja móts, Turkish World Finals, þar sem verðlaunaféð er um  $5.3 milljónir sögðu í viðtali að allir þátttakendur: Tiger Woods, Rory McIlroy, Lee Westwood, Hunter Mahan, Justin Rose, Matt Kuchar, Webb Simpson og Charl Schwartzel væru mættir á svæðið enda hefst mótið á morgun.

Leikmennirnir munu keppa um 1. sætið þar sem verðlaunin eru $1.5 milljón í  Antalya Golf Club í Belek  9-12. október n.k.

Skipuleggjendur segja að mótið muni verða sjónvarpað í 50 löndum. Belek er á suðvesturströnd Tyrklands og ekki alveg í skotlínu á landamærunum við Sýrland.