Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 16:00

PGA: Spurningar lagðar fyrir Ericu, sem giftist nýlega PGA Tour kylfingnum JB Holmes, um eiginmann hennar – myndskeið

PGA kylfingurinn JB Holmes komst í fréttirnar á s.l. ári vegna þess að mikill svimi hindraði hann í að taka þátt í mótum PGA. Í ljós kom að hann var með heilaæxli og varð að leggjast undir hnífinn. Aðgerðin tókst vel og JB búinn að ná sér vel.

John Bradley og Erica Holmes. Hún þekkir eiginmann sinn býsna vel! Mynd: PGA Tour.

Í ár var síðan allt annað upp á teningnum hjá hinum þrítuga John Bradley (JB) Holmes (f. 26. apríl 1982) . Hann kvæntist nefnilega Ericu, kærestu sinni.

Blaðafulltrúa PGA lék forvitni á hversu vel hún þekkti eiginmann sinn og lagði fyrir hana 6 skemmtilegar spurningar í nýlegum greinaflokki um það sem gerist innan PGA og heitir á frummálinu „The Newly Wed Challenge.“  Erica stóð sig bara býsna vel!!!

Til þess að sjá myndskeiðið þar sem 6 spurningar eru lagðar fyrir Ericu Holmes um eiginmann hennar, JB SMELLIÐ HÉR: