Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 10:00

Rickie Fowler ekki með á Korean Open eða CIMB Classic

Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler mun ekki verja titil sinn á Korean Open eða spila á CIMB Classic mótinu í Malasíu þar sem verðlaunafé er $ 6.1 milljón, vegna bakmeiðsla, sagði í fréttatilkynningu frá hinum 23 ára Rickie fyrr í dag.

Hinn skærtklæddi Rickie Fowler, sem er sem stendur í 28. sæti áheimslistanum vann fyrsta titil sinn sem atvinnumaður í mótinu, sem bæði Korean og OneAsia Tour standa fyrir með 6 högga mun á næsta mann, núverandi nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy.

Korean Open hefst n.k. fimmtudag í Woo Jeong Hills í Choongnam.

„Því miður, þó þau séu ekki alvarleg, þá hef ég barist við bakmeiðsli s.l. nokkra mánuði og læknar mínir hafa sagt með að ferðalög um heiminn og keppnisgolf séu ekki það besta fyrir mig í augnablikinu,“ sagði m.a. í fréttatilkynningunni.

„Þeir hafa sagt mér að einbeita mér að meðferð til þess að finna lækningu, sem og að varna því að þetta komi aftur upp í framtíðinni.“

„Þið getið ímyndað ykkur að ég hlakkaði mjög til þess að snúa aftur til Kóreu og verja fyrsta titil minn sem atvinnumans,“ sagði Fowler.

Charlie Wi tekur sæti Fowlers meðal þeirra 40, sem keppa í Kuala Lumpur á CIMB Classic mótinu.