Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 21:00

LPGA: Na Yeon Choi og Karrie Webb efstar á Sime Darby mótinu í Malasíu eftir 1. dag

Í dag hófstí Kuala Lumpur Country Club í Malasíu, Sime Darby mótið.

Efstar og jafnar eftir 1. dag eru þær NY, þ.e. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu og Karrie Webb frá Ástralíu.

Karrie Webb.

Báðar spiluðu þær á 6 undir pari, 65 höggum.

Jafnar í 3. sæti eru Mika Miyazato frá Japan, Min Lee frá Taíwan og Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu, allar 1 höggi á eftir forystukonunum.

Í 6. sæti eru nöfnurnar Hee frá Suður-Kóreu á 4 undir pari, 67 höggum og síðan er allstór hópur kylfinga sem deilir 8. sætinu eða alls 7 kylfingar, þ.á.m. Ai Miyazato frá Japan og Catriona Matthew frá Skotlandi, allar á 3 undir pari 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Sime Darby mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: