Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 15:25

Evróputúrinn: Fisher og Gallacher leiða snemma dags á Portugal Masters

Englendingurinn Ross Fisher og Skotinn Stephen Gallacher hafa tekið forystuna á Portugal Masters mótinu, sem hófst í dag á Oceânico golfvellinum í Villamoura í Portúgal, sem margir Íslendingar kannast við.

Báðir eru þeir búnir að spila á 6 undir pari, 65 höggum.  Fisher fékk 7 fugla og 1 skolla en Gallacher spilla skollafrítt og skipti þessu jafnt, fékk 3 fugla á fyrri 9 og 3 fugla á seinni 9.

Margir eiga eftir að ljúka leik og getur því staðan breyst eftir því sem líður á kvöldið.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: