Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 14:10

Justin Rose vann Tiger naumlega í undanúrslitunum í Tyrklandi 69-70

Nú er ljóst að það verður breskur slagur í Tyrklandi á morgun, en það er Justin Rose sem mætir Lee Westwood í úrslitaleiknum á morgun í Turkish Airlines World Golf Final.

Justin Rose, var nú rétt í þessu að vinna 4. leik sinn í mótinu gegn Tiger Woods, er búinn að vera sjóðandi heitur og vinna alla leiki sína í mótinu.

Rose var á 2 undir pari, 69 höggum og fékk 1 örn, 3 fugla og 3 skolla; meðan Tiger var á 1 undir pari, 70 höggum og fékk 3 fugla og 2 skolla.

Tiger spilar um 3. sætið við Charl Schwartzel á morgun.

Til þess að sjá leiki dagsins þ.á.m undanúrslitin á Turkish Airlines World Golf Final SMELLIÐ HÉR: